Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 239
SKÍRNIR HIN NÝJA BÓKMENNTASAGA ÍSLENDINGA
233
(I, bls. 213) og þar sem rætt er um veraldlega sagnaritun er gerð grein
fyrir stíltegundum á miðöldum (I, bls. 270). Með yfirlitskaflanum um
íslendingasögur og þætti fylgja skilgreiningar á sagnfestukenningunni
(II, bls. 44) og bókfestukenningunni (II, bls. 45), ásamt útdráttum úr
Laxdæla sögu (II, bls. 129) og Njáls sögu (II, bls. 135), svo fáein dæmi
séu nefnd. Og í kaflanum um íslenskar bókmenntir frá 1550 til 1750 er til
að mynda gefin skilgreining á hugtakinu barokk (II, bls. 431), ásamt
greinargerð um varðveislu veraldlegs kveðskapar frá sautjándu öld (II,
bls. 462), útskýringu á uppruna vikivaka og vikivakakvæða (II, bls. 483),
broti úr frásögn Jóns Egilssonar af lífláti Jóns Arasonar biskups og sona
hans (II, bls. 500), og æviágripi Jóns Ólafssonar frá Grunnavík (II, bls.
505).
Þegar tekið er tillit til þeirra markmiða sem Islenskri bókmenntasögu
voru sett og þess lesendahóps sem henni var ætlaður, telst hún einstakt
afrek sem veitir víða sýn yfir bókmennta- og menningarsögu Islands.
Bókin fylgir nýlegri þróun í ritun bókmenntasögu (sbr. Dansk litteratur-
historie, 1984-), þar sem gerð er krafa um menningarlegt samhengi og
mikla yfirsýn þegar gera skal grein fyrir eðlisþáttum og framvindu
mannkynssögunnar, hvort sem um pólitísk, menningarleg, trúarleg eða
bókmenntaleg atriði er að ræða. Það samþætta, þverfaglega og þver-
menningarlega sjónarhorn sem hér býðst á bókmenntasöguna er kær-
komið mótvægi við það menningarlega tómarúm sem slík verk hafa iðu-
lega verið skrifuð í (sjá til dæmis bókmenntasögur Stefáns Einarssonar
og Jónasar Kristjánssonar). Fræðilegar forskriftir og tilbúnir flokkar
víkja fyrir margbrotnari, auðugri og að öllu jöfnu áhugaverðari sýn á
þróun og samhengi. Þó að í þessum tveimur bindum sé fjallað um hin
margbreytilegustu ritverk og ólík tímabil verður bókmenntasagan ekki
tilviljanakennd eða yfirborðsleg, heldur er kostað kapps um að gæða lífi,
auðga og fræða með því að birta kynstur af upplýsingum. Sú mynd sem
fæst af íslenskri bókmenningu er afar fjölskrúðug og mótast ávallt af
samhenginu, en á því vill alltof oft verða misbrestur í verkum af þessu
tagi-
Nemandi jafnt sem almennur lesandi mun finna margt aðdáunarvert í
þessum vel skipulögðu og ríkulega myndskreyttu bindum, hvað sem líð-
ur skorti á viðeigandi atriðisorðaskrá og hinum vonlausa hrærigraut
bókfræðilegra upplýsinga. Islensk bókmenntasaga leggur ferskt og mun
fágaðra mat á sögu íslenskra bókmennta en áður hefur fengist, varpar
langþráðu ljósi á vanrækt svið og sameinar vel ný og gömul fræði.
Rúnar Helgi Vignissonþýddi