Skírnir - 01.04.1995, Page 240
GUÐNI ELÍSSON
Um bókmenntahefð, femíníska afbyggingu,
nýsögulega bókmenntarýni og Máttugar meyjar
Helga Kress
Máttugar meyjar
Islensk fombókmenntasaga
Háskólaútgáfan 1993
I
I Kantaraborgarsögum (Canterbury Tales) segir enska skáldið Geoffrey
Chaucer (1342P-1400) frá auðugri ekkju ættaðri frá Bath. Ekkja þessi er
lífsreynd, hefur þrisvar farið í pílagrímsferð til Jerúsalem og jafnframt
komið til Rómar, Bologna, Galisíu og Kölnar. Nú ferðast hún með hópi
pílagríma á leið til Kantaraborgar. Ferðafólkið styttir sér stundir á leið-
inni með því að segja sögur og þegar kemur að ekkjunni lýsir hún því
yfir að allt sitt líf hafi hún fremur látið eigið hyggjuvit ráða gjörðum sín-
um en kröfur annarra. I löngu máli greinir hún frá hjónabandi sínu og
Jankyns, fræðimanns frá Oxford, og tilraunum hans til að stjórna lífi
hennar.
Jenkyn átti rit sem hann hafði miklar mætur á, en þar var safnað sam-
an sögum af slæmum konum. Kvöld eitt þegar þau hjón eru háttuð les
Jenkyn upp úr handritinu fyrir eiginkonu sína. Hann byrjar á sögunni af
Evu og les þar næst um allar þær ótrúu eiginkonur, morðkvendi, port-
konur og kvensköss sem komist hafa á blöð sögunnar. Svo fer að frúnni
er nóg boðið, hún hrifsar til bókarinnar, rífur úr henni þrjú blöð og rek-
ur manni sínum kinnhest. I bræði svarar Jenkyn henni í sömu mynt
þannig að hún fellur úr rúminu niður á gólf og liggur þar í öngviti.
Höggið er svo þungt að hún tapar heyrn á öðru eyra, en Jenkyn iðrast
við voðaverkið, brennir bókina og afhendir frúnni öll völd á heimilinu.
Eftir það er hún honum ljúf og eftirlát eiginkona.
Frúin frá Bath andæfir harðlega þeirri kvenmynd sem bók Jenkyns
dregur upp og bendir á að kirkjunnar mönnum sé fyrirmunað að skrifa
vel um aðrar konur en þær sem teknar hafa verið í dýrlingatölu. Hún tel-
ur raunar að karlmenn séu almennt ekki færir um að gefa rétta mynd af
konum. Máli sínu til stuðnings vísar hún í eina af dæmisögum Esóps þar
Skírnir, 169. ár (vor 1995)