Skírnir - 01.04.1995, Page 242
236
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
byggð er á kafla hennar í fyrsta bindi af ritinu Nordisk kvindelitteratur-
historie.31 Máttugum meyjum lýsir hún því hvernig munnleg skáldskap-
arhefð íslenskra kvenna hafi verið því sem næst þurrkuð út af ritmenn-
ingu karla svo nú sé hana aðeins að finna í leiftrum og brotum. Þessi
hefð á rætur í heiðni, spádómslist, seiði og læknislist. Helga beinir sjón-
um sérstaklega að menningu völvunnar, að heimi tröllkonunnar og val-
kyrjunnar, til skáldkvenna í karlaveldi, og alls annars sem liggur á jaðar-
svæði ríkjandi menningar. Þar sem hrein kvennamenning á sér ekki rit-
mál kemur hún „einungis fram í helgiathöfnum, goðsögnum, látbragði
og list“ (14).4 Þetta er hin óleyfilega og þaggaða saga sem birtist aldrei
beint, því konur verða að taka upp skáldskaparmál hefðarinnar og laga
það að eigin reynslu og sjálfsvitund til þess að þeim verði gefinn gaumur.
Þannig takast þær „á við tvær menningar í einu, sína eigin þögguðu
menningu og ríkjandi bókmenntahefð karla“ (15).
Máli sínu til stuðnings vísar Helga í kenningar mannfræðingsins
Edwins Ardener um átök ríkjandi og þaggaðrar menningar sem fela í sér
spurningar um tengsl tungumáls og valds:
Hin ríkjandi menning hefur tungumálið á valdi sínu og stjórnar því
hvernig hugsanir og hugmyndir fá tjáningarform í orðum. [...] Hug-
takið þöggun felur ekki í sér að hinn þaggaði hópur þegi, heldur að
það sé eingöngu ríkjandi talsháttur sem heyrist, eða öllu heldur er
hlustað á. Þessa þöggun þaggaða hópsins er því hægt að skilgreina
sem ákveðið heyrnarleysi hjá ríkjandi hópnum, á sama hátt og líta má
á ósýnileika þaggaða hópsins sem ákveðna blindu hjá ríkjandi hópn-
um. Ef þaggaði hópurinn vill gera sig skiljanlegan verður hann að
gera það á því tungumáli sem ríkjandi hópurinn heyrir, í stað þess
tungumáls sem hann hefði getað myndað og þróað sjálfstætt. (14)5
Helga telur þöggun ákveðna afbökun tjáningarforma sem kemur annað
hvort fram í innihaldslausri og oft hættulegri mælgi eða í þögn. í bók
sinni tekur hún mörg dæmi um hið síðarnefnda úr íslenskum fornbók-
menntum, svo sem hjá Áslaugu/Kráku í Ragnars sögu loðbrókar (100),
Melkorku í Laxdœla sögu (22) og Hallgerði Tungu-Oddsdóttur í Land-
námu (152-53). Helga segir Melkorku hafa „gert uppreisn gegn kúgun
3 Ritið var gefið út í Kaupmannahöfn 1993.
4 Einungis verður vitnað í Máttugar meyjar með blaðsíðunúmeri. í öðrum til-
vikum kemur neðanmálsgrein við fyrstu tilvitnun.
5 Frúin frá Bath er heyrnarlaus á öðru eyra og má líta svo á að hún sé að hluta
ónæm fyrir karllegri orðræðu. Hún lætur ekki kúga sig til þagnar því hún
hafnar táknbúningi kvenlegrar reynslu eins og honum er t.d. lýst í bók
Jenkyns.