Skírnir - 01.04.1995, Side 243
SKÍRNIR
KVENLEG CRYMOGÆA?
237
sinni með því einfaldlega að þegja, láta sem hún sé mállaus" (22). Mel-
korka kennir syni sínum móðurmál sitt á laun og segir Helga söguna
löngum hafa verið túlkaða sem „táknmynd hulinna en mikilla áhrifa
kvenna á ritmenningu karla“ (22). Mælgi birtist aftur á móti í ótal mynd-
um, þar á meðal í slúðri (175-78), níði og hlátri og jafnvel gráti eða
harmatölum. Slúður er „óopinbert, ,villt‘ tungumál, sem getur haft ör-
lagaríkar, og oft banvænar afleiðingar, ef það er borið út í samfélagið“
(99) og því er mikilvægt að þagga það strax niður.
Helga staðsetur skáldskap kvenna þó ekki annað hvort innan eða
utan karlhefðarinnar, heldur fremur innan tveggja hefða samtímis. Hann
er að hennar mati tvíradda og lýsir jafnt ríkjandi og þaggaðri sögu.
Táknmynd þessarar tvíröddunar má sjá í fyrirbærinu „uppskafningu"
(palimpsest), en það hugtak er notað í textafræði um skinn þar sem upp-
hafleg skrift hefur verið skafin burt og annað efni skrifað yfir í staðinn.
Helga segir: „Það voru einkum trúarleg rit - rit með villukenningar - og
klúr rit sem urðu fyrir slíkri uppskafningu, en einnig aðrir textar sem
þóttu að einhverju leyti ótímabærir eða ómerkilegir" (15). Þetta á ekki
síst við um rit þar sem raddir kvenna voru ráðandi. Rætur kvennamenn-
ingar liggja í heiðni og tungumál hennar einkennist oft af grótesku mál-
fari, háði og uppreisn gegn karllegum gildum. Kaflar sem báru þessari
menningu vitni voru því skafnir burt eða felldir niður, ef þeir voru á
annað borð færðir í letur. Fæstar konur kunnu að skrifa og telur Helga
að „mun meira hafi tapast af kvæðum kvenna en karla“ (15-17).
Helga nefnir fjölmörg dæmi um uppskafningu á kvennamenningu
máli sínu til stuðnings. í Buslubœn takast á göldrótt kerling og Hringur
konungur á Gautlandi. Þula Buslu er galdur og segir sögumaður Bósa
sögu (en í henni birtist hluti bænarinnar) hana víðfræga. Hann er þó
tregur að hafa bænina eftir í heild, þar sem í henni séu „mörg orð og ill,
þau sem kristnum mönnum er þarfleysa í munni að hafa“. Hann bætir
síðar við að annan hluta kvæðsins muni hann „láta um líða að skrifa"
(106-8). Önnúr dæmi um uppskafningu væru úrvinnsla Snorra Sturlu-
sonar á Skírnismálum í Snorra-Eddu (73), niðurfelling ritara á uppreisn-
arorðum Guðrúnar Ósvífursdóttur í Laxdœla sögu (141-42), harmatölur
Guðrúnar í Guðrúnarkviðu fyrstu (91) og í Atlamálum þar sem einn af
mönnum Atla villir rúnir Guðrúnar „svo að þær breyta um merkingu"
og viðvaranir hennar komast ekki til skila (89).
Helga sýnir að ekki hefur aðeins „verið þaggað niður í konum og
menningu þeirra til forna af nýrri menningu kristni, ritlistar og bók-
menntastofnunar, heldur einnig af fræðimönnum síðari tíma“ (58).
Rannsóknarhefðin einkennist í raun af ákveðnu heyrnarleysi á rödd
kvenna. Sem dæmi nefnir hún að í umfjöllun um Bárðar sögu Snæfellsáss
ræði Sigurður Nordal og Jón Helgason um vísur sögunnar, en geti þess
ekki að þær eru eignaðar konum (153). Heyrnarleysi á rödd kvenna birt-