Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 255
SKÍRNIR
KVENLEG CRYMOGÆA?
249
Á íslandi eru þarfir samtíðarinnar nokkuð ólíkar því sem gerist í fjöl-
þjóðlegum ríkjum. Hér eru það fyrst og fremst konur sem útilokaðar
hafa verið frá menningarlegri umræðu. En líkt og Robinson boðaði fyrr
á öldinni og nýsöguhyggjan gerir nú, byggir Helga Kress aðferðafræði
sína á nýjum kenningum í félagsvísindum. Helga segir sjálf að við
„greiningu og túlkun textanna" hafi hún „stuðst við ýmsar kenningar og
fræðileg hugtök, einkum á sviði mannfræði, táknfræði og sálgreiningar".
Hún bætir við að sú saga sem hún leitast við að lýsa segi „mikið um
menningu og samfélag, og hún er algild, er til í karlveldissamfélögum um
allan heim, þótt birtingarform hennar geti verið mismunandi“ (9). Helga
beitir kenningum femínískra mannfræðinga um náttúru og menningu
með það í huga að skapa þjóðfélagsmynd sem draga má siðferðislegan
lærdóm af og hvatt getur lesendur til dáða. Hún segir í þessu samhengi
að hún sé ekki að „leita að sögulegum veruleika,“ eða sögunni sem text-
inn „verður til úr og knýr hann áfram“ (9). Femínismi af þessu tagi
greinir ákveðna skapgerðarþætti sem kvenlega og leggur áherslu á já-
kvætt gildi þeirra sem lífsstefnu í nútímasamfélagi. I slíkri greiningu eru
heimar íslenskra fornbókmennta og nútímalesenda lagðir að jöfnu, þar
sem skilgreiningar karllegra og kvenlegra eðlisþátta fortíðarinnar eru
séðar sem eðlislægar og óbreytanlegar. Þar sem ekki er gert ráð fyrir
sögulegri fjarlægð er auðveldlega hægt að útskýra athafnir úr fortíðinni
út frá hugtökum sem lesendur þekkja og eru þeim töm og sjálfsögð.
Hættan við aðferðafræði af þessu tagi er helst sú að siðferðileg grein-
ing karllegra og kvenlegra eiginleika móti umræðuna alla. Ef greiningin
verður of almenn gerist það á kostnað þeirra sérstöku kringumstæðna
sem lýst er í frásögninni og þau valdatengsl sem þar birtast eru ekki sett í
sögulegt samhengi. Lýsingar eru þá mótaðar út frá almennum forsendum
valdbeitingar en ekki er reynt að grafast fyrir um þá pólitísku og sam-
tímalegu réttlætingu sem liggur að baki henni. Algildar staðreyndir í að-
ferðafræði eiga á hættu að leysast upp í óhlutstæð hugtök sem alls staðar
má beita án tillits til sögulegra kringumstæðna. I greiningu af þessu tagi
má fjalla um kynþátta- og kvenhatur leikritahöfundanna Marlows og
Shakespeares út frá forsendum nútímalegrar siðbótar án þess að takast á
við þær félagslegu hræringar sem finna má í verkum þeirra. Þar takast
ákaft á íhaldssemi og uppreisn Elísabetartímans, aflvakar sem eru svo
flóknir og margbreytilegir að oft er ómögulegt að finna ákveðna hneigð í
bókmenntum tímabilsins. Staðhæfingar um að ensk leikritagerð Elísabet-
artímans þjóni aðeins einum þjóðfélagshópi virðast marklausar þegar
þær eru settar í sögulegt samhengi, því lesendum verður fljótt ljóst að
and Ideology, ritstýrt af Jean E. Howard og Marion F. O’Connor, Routledge:
London, 1987; og kafla Stephen Greenblatts „Martial Law in the Land of
Cockaigne” úr bók hans Shakespearean Negotiations: The Circulation of Soci-
al Energy in Renaissance England, Clarendon Press: Oxford, 1988.