Skírnir - 01.04.1995, Síða 256
250
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
túlkun einstakra leikrita var á reiki. Þau voru oft notuð sem réttlæting
valdbeitingar, en það fór eftir þjóðfélagshópum, stjórnmálaskoðunum og
fleiru hvort þau voru túlkuð sem staðfesting eða höfnun á ríkjandi gild-
um.
Upphafsorð Máttugra meyja gefa til kynna að Helga sé meðvituð um
vandamál altækrar greiningar því hún segir hina algildu sögu kynjabar-
áttunnar eiga sér mismunandi birtingarform. í bók hennar vega þó hin
almennu einkenni kvennakúgunar í karlveldissamfélagi þyngra en sér-
tækar forsendur afmarkaðs menningarsvæðis og ákveðins tímaskeiðs. En
þótt Helga segi bók sína almenna greiningu ver hún hana með ákveðinni
sögu- og bókmenntaskoðun um þróun íslenskrar menningar á þjóðveld-
isöld, svo sem í umræðunni um baráttu heiðni og kristni (13) og í þeim
tengslum sem hún setur upp milli munnlegrar hefðar kvennamenningar
og bókmenntastofnunar, sem hún tengir ritmenningu karla (47).
Þau skýru og eðlislægu mörk sem Helga dregur upp milli karla- og
kvennamenningar má einnig lýsa út frá tveimur sjónarhornum:
(1) Andstæður karllegra og kvenlegra eiginleika eru nokkuð skarpar í
fornbókmenntunum og femínísk hugmyndafræði helst þar nokkuð vel í
hendur við beina lýsingu á söguefninu. Ekki þarf að beita miklum kúnst-
um við að sýna afbyggingu karlveldis í orðum og athöfnum íslenskra
kvenna að fornu. Kynjabaráttan birtist annars vegar í háði, grótesku,
seiði, klæðskiptum og annarri kvenlegri uppreisn, en hins vegar í ofbeldi,
hetjuskap, kúgun, skáldskap og upphafningu á gildum karlveldisins.
Mörkin eru nokkuð glögg og þau eru dregin af hinu forna samfélagi.
Vissulega má finna göfuga menn og „góðar“ konur í heimi íslenskra
fornsagna en markmið Helgu er að sýna átök þessara tveggja heima,
enda hefur hefðin gert göfugri þáttum fornbókmenntanna góð skil.
(2) Greining Helgu er einnig hvassari fyrir þá sök að íslensk bók-
menntafræði hefur ekki horfst í augu við þær kynferðisbundnu forsend-
ur sem einkennt hafa menningarumræðuna. Helga gagnrýnir tilraun
bókmenntastofnunarinnar til þess að skapa einradda karlhefð úr samfé-
lagi þar sem rödd kvenna er þrátt fyrir allt enn heyranleg. Þessi áhersla á
kvenlegt sjónarmið veldur því að Helga ræðir um tvíradda bókmenntir
kvenna (15) fremur en margradda menningu.
Varast ber þó að setja bugmyndir Helgu um algilda togstreitu karla-
og kvennamenningar fram sem beina andstæðu við staðreyndahyggju
söguvísinda. í bók sinni íslensk menning segir Sigurður Nordal engan
semja bók án þess að einhvers konar heimspeki liggi að baki.25 Hann
leggur áherslu á að saga íslenskrar menningar verði aldrei sett fram á al-
tækan máta, heldur ráði þar fremur sjónarhorn höfundar. Lögmálum
sagnfræðinnar má ekki líkja við náttúrulögmál og þykir Nordal hæpið
25 Sigurður Nordal, íslensk menning. Mál og menning: Reykjavík, 1942, s. 7.