Skírnir - 01.04.1995, Blaðsíða 257
SKÍRNIR
KVENLEG CRYMOGÆA?
251
að kalla sagnfræðina vísindi því hætt sé við „að það trufli skilgreiningu
hugtaksins ,vísinda‘ og leiði sagnfræðina sjálfa á glapstigu. Að vísu
breytist ekki fortíðin sjálf. En þekking hennar er í molum, og því má
skilja hana á ýmsa lund“ (36). Gunnar Karlsson gengur lengra í áður-
nefndri grein sinni því hann dregur ekki aðeins vísindalegt mikilvægi
sagnfræðinnar í efa. Hann spyr sig þeirrar spurningar hvort sagan sé
„ekki bara ein tegund af skáldskap" (177). Eg ætla að leiða hjá mér þær
þekkingarfræðilegu vangaveltur sem spurning þessi kallar á og ganga að
því sem vísu að sagnfræðin leitist við að lýsa einhvers konar sannleika.
Ég ætla fremur að ræða stöðu sögulegrar greiningar milli sértækra og al-
tækra sanninda eins og hún birtist í bókmenntum og sagnfræði.
Nýsöguhyggjan ber mörg einkenni þess sem mannfræðingurinn
Clifford Geertz kallar „þykka eða marglaga lýsingu" (thick description).
I þykkri lýsingu eða greiningu á bókmenntum fæst gagnrýnandinn við
einangraða þætti í menningunni út frá almennum þjóðfélagslegum for-
sendum. Þessir þættir eru endurtúlkaðir og notaðir sem dæmi um þær
hegðunarreglur, rökfærslur, og hreyfiöfl sem einkenna þjóðfélagið í
heild sinni. Oft hefur verið deilt á lestur af þessu tagi fyrir að bera of
mikinn svip lífrænnar sögu- og textarýni, þar sem allir þættir menningar-
innar, jafnt stórir sem smáir, mynda lifandi og samhangandi heild. Helga
viðurkennir sjálf að þessi afstaða til bókmennta og menningar hafi ráðið
ferðinni í Máttugum meyjum, því í upphafsorðum bókar sinnar segir
hún að bókmenntirnar séu „ein lífræn textaheild, og innan þessarar
heildar gerist sú saga sem í bókinni er sögð. Þessi saga er margþætt, en
rauði þráðurinn í henni er niðurþöggun kvenna í vaxandi karlveldi" (9).
í marglaga lýsingu er þó hægt að forðast að draga upp heildarmynd
af ákveðnu tímabili og menningarsvæði með því að leggja áherslu á
svæðisbundna þekkingu, sem getur verið margbreytileg milli landshluta,
stétta og annarra þátta sem móta athafnir og orðræðu manna. Hættan við
greiningu af þessu tagi er sú að greiningarsviðið verði of takmarkað og
menn sjái ekki skóginn fyrir trjám. Ef of rík áhersla er lögð á svæðis-
bundna þekkingu víkur einhliða lýsing á menningunni fyrir margræðni
ólíkra smærri þátta sem erfitt er að tengja saman. I stað þess að draga
fram sameiginlega þætti menningarinnar dregur greinandinn upp röð
einangraðra mynda, sem kalla má sannleika á „mjög lágu alhæfingar-
stigi“, svo vitnað sé í orð Gunnars Karlssonar (176).
Erfitt er að þræða meðalveg milli þessara tveggja leiða í sögulegri
bókmenntagreiningu, en of stað- og tímabundin sögutúlkun á viðfangs-
efninu myndi án efa slæva pólitískan boðskap Máttugra meyja. Hér má
kannski finna skýringu á því af hverju Helga leggur áherslu á að greina
bókmenntirnar sem „lífræna textaheild" og út frá „algildum" reglum um
menningu og samfélag.
Auk þess má benda á að í umfjöllun sinni gengur Helga út frá þeirri
forsendu að menningin sé kynbundin og því verði að greina hana út frá