Skírnir - 01.04.1995, Page 261
SKÍRNIR
FREGNIR AF BÓKUM
255
Allur frágangur á Proxima Thulé er mjög vandaður og er kápan
prýdd mynd af hluta Bayeux refilsins.
Adolf Friðriksson
Norsk litteratur i tusen dr. Teksthistoriske linjer. Landslaget for
norskundervisning - J. W. Cappelens Forlag a.s. 1993.
Ritið sem hér um ræðir er hluti af lesefni til fjarkennslu sem Háskólinn í
Björgvin hefur umsjón með. Bókin er um sjöhundruð síður að lengd,
höfundar hennar eru sex og skrifar hver þeirra um afmarkað tímabil. Þeir
skipta svo með sér verkum: Bjarne Fidjestol, „Norrænar bókmenntir"
(frá upphafi til siðskipta 1536); Peter Kirkegaard, „Dansk-norskar
bókmenntir" (1536-1807); Sigurd Aa. Aarnes, „Þjóðarbókmenntir verða
til“ (1807-1864); Asbjorn Aarseth, „Norskar bókmenntir út í heim“
(1864-1905); Leif Longum, „Þjóðleg trygging og ný bókmenntaleg
kenniteikn" (1905-1945); Idar Stegane, „Fjölmiðlabylting og nýstefna“
(1945-1990).
Þátturinn um norrænar bókmenntir er allvandaður og saminn af
staðgóðri þekkingu eins og vænta mátti af höfundinum, Bjarne Fidjestol.
I upphafi kaflans gerir hann nokkra grein fyrir hinu norræna málsvæði,
fjallar síðan um textafræði og bókmenntasögu og um það hvers vegna sé
í bókmenntasögunni talað um sameiginlegar bókmenntir þótt hlutur
íslendinga hafi þar verið langmestur. Þá ræðir hann tímabilaskiptingu
bókmenntasögunnar fram til 1500 og fylgir þar Finni Jónssyni í Den
oldnorske og oldislandske litteraturs historie (1894-1902) og talar um
munnlegt skeið fram til 1100, skriflegt frá 1100 til 1300 og síðmiðaldir
frá 1300 til 1500. Hann leggur þó áherslu á að þessa tímabilaskiptingu
beri ekki að taka of bókstaflega þar sem kveðskapargreinar virði ekki
þessi mörk og vitaskuld hverfi ekki hið gamla þótt nýjungar komi fram.
Ágæt greift er gerð fyrir mismunandi hlutverki skrifaðrar og sagðrar
sögu og á hvern hátt sagnahefð bókfells og afskrifta greindi sig frá því
sem síðar varð á dögum prentaldar.
Allmiklu rými er varið í þýddar bókmenntir og hlut Noregskonungs
í því verki. Einnig er fjallað nokkuð rækilega um konungasagnaritun en
stuttaralega um Islendingasögur. Höfundur leggur áherslu á að
Islendingasögur beri fyrst og fremst að lesa sem eins konar „þjóðar-
epos“ í óbundnu máli þar sem segir frá mótun hins nýja þjóðfélags; þær
séu í raun rökrétt framhald Islendingabókar Ara og Landnámahókar.
Hann bendir á að í þeim speglist uppreisn landnámsmanna gegn ofríki
Noregskonungs (einkum Haralds hárfagra), þær fjalli gjarnan um stríð
og ófrið en ekki síður hvernig tekst að koma á friði og jafnvægi í hinu
nýja samfélagi.