Skírnir - 01.04.1995, Page 263
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
Sjávarþorp
Eg tók niður liti
rautt blátt og gult
og kallaði það dagsverk
Þessar línur eru niðurlag ljóðs eftir Nínu Tryggvadóttur frá fimmta ára-
tugnum sem hún nefndi „Hafnarfjörður" og fannst í óbirtu, mynd-
skreyttu handriti að henni látinni. Ljóðlínurnar leiða hugann að því
hversu eðlislægt Nínu var að hugsa abstrakt í sterkum litum og ekki síð-
ur að hlutlægni hennar gagnvart viðfangsefninu. Þegar á fyrstu einkasýn-
ingu Nínu í Reykjavík árið 1942 komu sterkt formskyn og hæfileikar
hennar til einföldunar og samþjöppunar myndefnisins í ljós. Þar var
kjarninn dreginn fram og öll aukaatriði iögð fyrir róða, svo ekkert sat
eftir nema nákvæmlega það sem skipti máli. Þessi vinnubrögð eru meðal
annars sýnileg í Reykjavíkurmyndum hennar frá stríðsárunum og and-
litsmyndum af íslenskum listamönnum, sem eru mörgum kunnar. Nína
var í hópi þeirra myndlistarmanna sem ruddu íslenskri abstraktlist braut
á fimmta áratugnum og meðal þeirra fyrstu sem unnu í anda ljóðrænnar
abstraktsjónar. Þar var sjálfsprottin og afdráttarlaus tjáning í fyrirrúmi,
formgerðin frjáls og lausbeisluð og tilfinningarík pensilförin, sem jöðr-
uðu við eins konar skrift, hluti af sjálfu myndverkinu.
Þótt allflest verk Nínu séu huglæg, eru áhrifin frá náttúrunni augljós.
Skýrast koma þau fram í litunum en jarðlitir og ljósmiklir náttúrulitir
eru ríkjandi í verkum hennar. Birtan og nakin sterk form landsins hafa
án efa eflt tilfinningu Nínu fyrir hinu íastmótaða og tæra í náttúrunni.
Stundum má sjá óljósar skírskotanir til landslagsins, eins og sjóndeildar-
hring í fjarska eða fjallsbrún. En oft er það hrynjandi myndanna sem
leiðir hugann að náttúrufyrirbærum svo sem fallvötnum og eldgosum og
skynjar áhorfandinn þann sterka náttúrukraft sem í þeim býr. Hin fögru
ljóðrænu nöfn, á borð við „Skin yfir jökli“, „Fjallasól" eða „Leysing“,
sem Nína valdi verkum sínum, árétta ennfremur tengsl þeirra við náttúr-
una.
Ætla má að formræn og litrík bárujárnshús hafi verið kveikjan að
„Sjávarþorpi" en þorpið var Nínu hugleikið myndefni, allt frá árinu
1939 er hún sneri heim frá námi við Konunglegu listakademíuna í Kaup-
mannahöfn.
Myndin er máluð árið 1967 og var hún sýnd á einkasýningu Nínu í
Bogasal Þjóðminjasafnsins sama ár. Sýningin var hin síðasta sem Nína
efndi til, en hún lést í New York árið 1968. Hér hefur Nína gefið róman-