Skírnir - 01.04.1996, Síða 15
SKÍRNIR
HVAÐ GERIR ÍSLENDINGA AÐ ÞJÓÐ?
9
Hutchinson tekur fram að vinsældir þessara kenninga hafi
dvínað verulega meðal fræðimanna á undanförnum árum, þar
sem „vísindaleg“ sagnfræði - undir sterkum áhrifum frá ýmsum
greinum félagsvísinda9 - hafi grafið undan þeim. Þessa gætti þó
seint í íslenskri sagnfræði, enda er ekki svo langt um liðið síðan
íslenskir sagnfræðingar gegndu lykilhlutverki í sjálfstæðisbarátt-
unni.
Einfalt er að skýra hversu lífseigar kenningar um frumlægt
þjóðerni hafa verið á Islandi. Islenska lýðveldið er enn ungt að
árum og þjóðernisbaráttan er því fersk í minningu margra. Þar að
auki eru aðstæður hér á landi um margt ólíkar því sem gerist í
öðrum Evrópulöndum; Islendingar tala fremur einsleitt tungu-
mál, landamæri Islands eru vel afmörkuð frá náttúrunnar hendi
og trúarbrögð hafa ekki valdið neinum verulegum innbyrðis
deilum í landinu frá tíma siðaskipta á sextándu öld. Af þessu hafa
sagnfræðingar dregið þá ályktun að „problematík þjóðarhug-
taksins [eigi] ekki við um Islendinga [...]“, jafnvel þótt þeir telji
þjóðerni almennt vera „sögulega skilgreint menningarfyrir-
bæri.“10 Ef við berum uppruna og þróun íslensks þjóðernis sam-
an við önnur þjóðfélög kemur hins vegar í ljós að samband
tungumáls og þjóðerniskenndar er jafnan mjög flókið og fjarri
því að vera ákvarðað í eitt skipti fyrir öll. Islendingar eru ekki
undanþegnir þeirri reglu, enda óttast margir þeirra mjög „smit-
un“ tungunnar af erlendum tökuorðum og dvínandi skilning
nýrra kynslóða á hetjusögu þjóðarinnar.* 11 Eins má benda á að
landamæri þjóðríkja í Evrópu taka sjaldan mið af menningu
þjóðanna sem löndin byggja. í því sambandi nægir að nefna að
9 Hann nefnir í þessu sambandi félagsfræðinginn Karl Deutsch, mannfræð-
inginn Ernest Gellner, stjórnmálafræðingana Benedict Anderson og Walker
Connor og sagnfræðinginn Eric J. Hobsbawm; sama rit, bls. 3-4.
10 Guðmundur Tónsson, „Þjóðerni, hagþróun og sjálfstæðisbarátta," Skírnir 169
(1995), bls. 66n.
11 Síðasta atriðið sést vel af hugmyndum aðstandenda sögusýningar sem haldin
var í tilefni lýðveldisstofnunar, sjá Einar Olgeirsson, „Sögusýningin," í
Lýðveldishátíðin 1944 (Reykjavík: Leiftur, 1945), bls. 385-87. Svipuð viðhorf
voru áberandi í umræðu „sögukennslu-skammdegisins“, sbr. Gunnar Karls-
son, „Sögukennslu-skammdegið 1983-84,“ Tímarit Máls og menningar 45
(1984), bls. 410-13.