Skírnir - 01.04.1996, Qupperneq 16
10
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
frönsk þjóð á ekki rætur í sameiginlegu tungumáli, jafnvel þótt
fáar þjóðir séu jafnuppteknar af þjóðtungu sinni nú á tímum og
Frakkar. Frönsk málfarskönnun sem gerð var fyrir rúmri öld
sýndi að þá voru um 30% franskra skólabarna algerlega ómæl-
andi á franska tungu, og í stórum hlutum Frakklands töluðu
íbúarnir mállýskur sem áttu lítið skylt við opinbert tungumál
ríkisins. Það var einungis fyrir skipulagða herferð stjórnvalda að
tungumál þegnanna var samræmt, þannig að þar var það þjóð-
ríkið sem skapaði þjóðtunguna en ekki öfugt.12
Meginmarkmið þessarar greinar er að leita svara við spurning-
unni: Hvað gerir Islendinga að þjóð? Spurningin er í eðli sínu
hápólitísk, vegna þess að það eitt að spyrja hennar felur í sér efa
um að íslensk þjóðernisvitund sé sjálfsögð niðurstaða Islandssög-
unnar. Hún er einnig mjög tímabær, þar sem framtíð þjóðríkisins
er í nokkurri óvissu nú um stundir og Islendingum, ekkert síður
en öðrum þjóðum Vesturlanda, er nauðsynlegt að velta fyrir sér
stöðu sinni og framtíð. Þannig vil ég tengja sögu íslands þeirri
miklu grósku sem átt hefur sér stað erlendis í umræðu um eðli og
uppruna þjóðernis. Með því vil ég benda á að þótt íslensk stjórn-
mál taki vissulega mið af því séríslenska umhverfi sem þau eiga
rætur í og mótist af sérstökum sögulegum hefðum, tengjast þau
náið þróun pólitískra hugmynda í álfunni. Um leið færir saman-
burður við umheiminn okkur heim sanninn um að þjóðernis-
vakning Islendinga á nítjándu öld var ekki jafn sjálfsögð og
ræðumenn á Þingvöllum sumarið 1994 vildu vera láta.
12 Eugen Weber, Frorn Peasants into Frenchmen (Stanford: Stanford U.P., 1976),
bls. 67-94. Bretagneskagi er gott dæmi um fjölbreytni í tungumálum
Frakklands, en skaginn skiptist í grófum dráttum í tvö málsvæði - íbúar
vesturhlutans töluðu bretónsku, sem er keltneskt tungumál, en íbúar
austurhlutans frönsku mállýskuna „gallo“, sem sumir vilja líta á sem sérstakt
mál. Sjá m.a. Paul Sébillot, „La langue bretonne. Limites et statistiques,"
Révue d'ethnographie 5 (1886), bls. 1-29, Lenora A. Timm, „Modernization
and Language Shift: The Case of Brittany," Anthropological Linguistics 15
(1973), bls. 281-98 og Gilles Morin, „A lou tour les Gallos s'chðment,"
Autrement 19 (1979), bls. 25-30.