Skírnir - 01.04.1996, Side 17
SKÍRNIR
HVAÐ GERIR ÍSLENDINGA AÐ ÞJÓÐ?
11
Hvað erþjóð?
Fyrir rúmri öld hélt franski trúarbragðafræðingurinn Ernest
Renan annálaðan fyrirlestur við Sorbonne-háskóla í París sem bar
yfirskriftina „Qu'est-ce qu'une nation?“ (Hvað er þjóð?), en
fyrirlesturinn hefur hlotið verðskuldaðan sess sem eitt merkasta
framlag fræðimanns til skilgreiningar á þjóðarhugtakinu.13 Þar
vegur Renan og metur þá þætti sem oft teljast ákvarða þjóðerni
manna, og nefnir þar sérstaklega kynþætti, tungumál, trú, sam-
eiginlega hagsmuni og landafræði. Niðurstaða hans er sú að
enginn þeirra dugi til vísindalegrar greiningar á fyrirbærinu.
Þjóðerni, sagði hann, er ekki hægt að skilgreina á annan hátt en
þann að það ráðist af sameiginlegum vilja einstaklinganna; eða,
svo notuð sé fleyg líking úr fyrirlestrinum, „líf þjóðar er [...]
dagleg atkvæðagreiðsla" (s. 903). Val okkar á þjóðerni er þó ekki
algerlega tilviljanakennt, og við skiptum ekki um það eins og
flíkur. Astæðan fyrir samkennd hópsins eru sameiginlegar minn-
ingar hans, „þjóðarsagan“, sem gera það að verkum að þegnarnir
líta á sig sem eina heild. Söguleg þróun greinir því þjóðir hverja
frá annarri, um leið og hún tengir þær saman innbyrðis. Að mati
Renans hlýtur vísindaleg sagnfræði því að leika tveimur skjöldum
við sköpun þjóðarinnar, vegna þess að samkennd manna byggist
ekki síst á því að þeir gleyma því úr fortíðinni sem sundrar;
„þjóðarsagan“ er þar af leiðandi ávallt að hluta til sögufölsun14 -
eða a.m.k. sögulegur skáldskapur. Kenningar Renans hafa síðan
talist einn af hornsteinum þess sem nefnt hefur verið huglæg,
pólitísk eða einstaklingsbundin-frjálslynd þjóðernisstefna.15
13 Fyrirlesturinn hefur birst m.a. í Henriette Psichari, ritstj., Œuvres complétes
de Ernest Renan 1. (París: Calmann-Lévy, 1947), bls. 887-906.
14 Sama rit, bls. 891-92. Með orðum Renans sjálfs: „L'oubli, et je dirai méme
l'erreur historique, sont un facteur essentiel de la création d'une nation [...].“
15 Rogers Brubaker, Citizenship and Nationhood in France and Germany
(Cambridge, Mass.: Harvard U.P., 1992), bls. 2; F. M. Barnard, „National
Culture and Political Legitimacy: Herder and Rousseau," Journal of the
History of Ideas 44 (1983), bls. 231-53; Liah Greenfeld, Nationalism. Five
Roads to Modernity (Cambridge, Mass.: Harvard U.P., 1992), bls. 9-12.
Sagnfræðingurinn John Breuilly hefur nefnt sjónarhorn Renans „voluntary
view of nationalism". Nationalism and the State 2. útg. (Manchester: