Skírnir - 01.04.1996, Síða 18
12
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
Samkvæmt henni eru þjóðir hverfular, enda fullyrti Renan að
„þjóðir væru ekki eilíf fyrirbæri [...] Þær eiga sér upphaf og þær
koma til með að líða undir lok. Bandalag Evrópuríkja mun
sennilega leysa þær af hólmi“ (s. 905).
Ekki ætla ég mér að leggja mat á spádóm Renans um banda-
ríki Evrópu, en hugmyndum sem þessum var meðvitað beint
gegn öðrum meginstraumi þjóðernisstefnunnar í Evrópu á síðari
hluta nítjándu aldar, þ.e. kynþáttahyggjunni, og þá fyrst og
fremst eins og hún birtist í málflutningi þýskra heimspekinga og
stjórnarstefnu sameinaðs Þýskalands. I grófum dráttum byggist
þessi meiður þjóðernisstefnunnar á þeirri hugmynd að þjóðerni
myndist fyrir stöðugt samspil manns og náttúru - þ.e. að menn-
ingin eigi sér rætur í ákveðnu umhverfi og mótist af því. Tungu-
mál, svo dæmi sé tekið, endurspegla náttúrulegar aðstæður mann-
legra samfélaga, vegna þess að fyrst gefa menn áþreifanlegum
hlutum í umhverfinu heiti, sem síðan verða grunnur óhlutstæðra
hugtaka og tjáningar tilfinninga. Þar sem tungumál var, að mati
manna eins og átjándu aldar heimspekingsins Johanns Gottfried
Herder, forsenda allra mannlegra samskipta og hugsunar, hlutu
þau um leið að verða grunnur samkenndar og hópamyndunar.16
Herder sjálfur dró ekki af þessu aðra niðurstöðu en þá að
mannkynið deildist upp í ólík menningarsamfélög sem öll voru
jafn rétthá - Þjóðverjar voru að hans mati ekkert merkilegri en
Slavar, svo dæmi sé tekið. Fjölbreytnin var hins vegar greinilega
guði þóknanleg, því hann hafði fyrirskipað manninum að
uppfylla jörðina og með því að sá mannkyninu í mjög misjafnan
jarðveg hlaut það að greinast í fjölda ólíkra ættkvísla.17
Manchester U.P., 1993), bls. 6 og mannfræðingurinn Louis Dumont „elective
theory of nationalism", „German Identity: Herder’s Volk and Fichte’s
Nation,“ í L. Dumont, Essays on Individualism: Modern Ideology in
Antkropological Perspective (Chicago: Chicago U.P., 1986), bls. 118, en sagn-
fræðingurinn Hans Kohn talaði um „‘Western’ voluntaristic" og „‘Eastern’
organic“ þjóðernisstefnu; sbr. Anthony D. Smith, „Nationalism and
Historians," International Journal of Comparative Sociology 33 (1992), bls. 64.
16 Sjá Roman Szporluk, Communism and Nationalism. Karl Marx versus
Friedrich List (Oxford: Oxford U.P., 1991), bls. 89-90.
17 Elie Kedurie, Nationalism 3. útg. (London: Hutchinson, 1966), bls. 51-61,
Hans Kohn, Nationalism: Its Meaning and History (Princeton: Van
Nostrand, 1965), bls. 30-32 og J. Breuilly, Nationalism, bls. 56-58.