Skírnir - 01.04.1996, Page 19
SKÍRNIR
HVAÐ GERIRISLENDINGA AÐ ÞJÓÐ?
13
Kenningar Herders voru fyrst og fremst settar fram sem
andóf gegn hugmyndum upplýsingarinnar um að til væru altæk
lögmál um mannlegt eðli og skynsemi. Að hans mati hlaut hver
sönn þjóð (Volk) að hugsa og tjá sig á eigin tungumáli, sem uni
leið leiddi til þess að hugsun fólks af mismunandi þjóðerni yrði
ólík. Til að lifa raunverulegu menningarlífi var manninum nauð-
synlegt að varðveita þjóðtunguna, því hún var lykill að innra eðli
einstaklinganna. Þess vegna hafnaði Herder því algerlega að Þjóð-
verjar þyrftu að líta upp til Frakka, en þeir töldust leiðandi í
menningarsamfélagi upplýsingartímans. A sama hátt og menn
eins og Baldvin Einarsson og Jón Thoroddsen hæddust að
dönskuskotnu málfari Reykvíkinga nítjándu aldar í Ármanni á
Alþingi og Pilti og stúlku, hvatti Herder landa sína til að láta af
erlendri eftiröpun:
Og þið Þjóðverjar, heilsið þið einir móður ykkar á frönsku,
þegar þið snúið aftur heim frá erlendri grundu?
Ó, spýtið henni við dyr ykkar.
Spýtið andstyggilegri forinni úr Signu.
Talið þýsku, ó þið Þjóðverjar!18
I raun var skammur vegur frá áherslu Herders á sérstætt eðli
þjóðarinnar og mikilvægi tungunnar til hugmynda arftaka hans í
þýsku menningarlífi um sérstaka yfirburði þýskrar þjóðar. í
fyrirlestraröð sem heimspekingurinn Johann Gottlieb Fichte
flutti veturinn 1807-1808 í skugga ósigurs Prússa í baráttunni við
Napóleon setti hann fram þá róttæku kenningu að Þjóðverjar
stæðu Frökkum í raun framar á andlega sviðinu, vegna þess að
þeir töluðu upprunalegt og ómengað tungumál - franskan væri í
eðli sínu aðeins úrkynjuð latína - og því gætu Þjóðverjar elskað
þjóð sína en Frakkar ekki.19 Með Fichte hvarf umburðarlyndi
Herders úr þessum anga þjóðernisstefnunnar; fjölbreytni mann-
18 Upphaflega úr ljóði eftir Herder, en tilvitnunin er tekin úr E. Kedurie,
Nationalism, bls. 59.
19 J. G. Fichte, Reden an die deutsche Nation (Berlín: Deutsche Bibliothek,
1912), bls. 85-94, 149-50 og víðar (hann tók reyndar fram að sama ætti við um
Skandínava og Þjóðverja, sama rit, bls. 76). Sjá einnig Sigríði Matthíasdóttur,