Skírnir - 01.04.1996, Page 26
20
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
erfðu þeir lendur og þegna fyrri valdhafa.39 Fram að þeim tíma
höfðu landamæri ríkja verið tiltölulega óskilgreind og réðust að
mestu af möguleikum konunga til að þenja út yfirráðasvæði sín.
Nú var talið nauðsynlegt að draga skýrar línur á milli ríkja, vegna
þess að landamæri afmörkuðu þann hóp sem átti fullveldið í
sameiningu. Þar með breyttust undirsátar hins einvalda konungs
af ætt Búrbóna einfaldlega í franska þjóð og var þá hvorki spurt
hvaða tungu þeir töluðu né hvort þeir vildu vera franskir eður
Island og Bretagne: Ólíkar leiðir til nútímans
A nítjándu öld hrundu einveldi Evrópu hvert á fætur öðru og úr
rústum þeirra risu upp ríki byggð á nýjum reglum um samskipti
þegna og stjórnvalda. Danska einveldið fór ekki varhluta af
þessari þróun, en dauðastríð þess hófst með stofnun stéttaþinga
snemma á fjórða áratug nítjándu aldar og lauk með samþykkt
fyrstu stjórnarskrár danska ríkisins í Fíróarskeldu snemma í
júnímánuði árið 1849. Islendingar tóku ekki virkan þátt í þessu
ferli, a.m.k. ekki í fyrstu, þótt það hafi óhjákvæmilega haft
örlagaríkar afleiðingar fyrir framtíð þeirra og sjálfsmeðvitund.
Islendingar höfðu fram að þessu haft heldur lítið upp á stjórn
Dana að klaga, nema kannski hvað varðaði opinbert skipulag
utanríkisverslunar landsins, en við fall einveldisins stóðu þeir
frammi fyrir vali sem þeir gátu ekki skorast undan. Hvar átti
39 Daniel Segal, „Nationalism, Comparatively Speaking," Journal of Historical
Sociology 1 (1988), bls. 301-21 og Pierre Nora, „Nation," í F. Furet og M.
Ozouf, ritstj., Dictionnaire critique de la Révolution frangaise. Idées. 2. útg.
(París: Flammarion, 1992), bls. 351.
40 Guðmundur Hálfdanarson, „„Kemur sýslumanni [það] nokkuð við ...,“ bls.
11-15. Um uppruna fullveldis og þróun þjóðríkja, sjá Quintin Skinner, „The
State,“ í T. Ball, J. Farr og R. L. Hanson, ritstj., Political Innovation and
Conceptual Change (Cambridge: Cambridge U.P., 1989), bls. 90-131, og
Istvan Hont, „The Permanent Crisis of a Divided Mankind: ’Contemporary
Crisis of the Nation State' in Historical Perspective," Political Studies 42
(Special Issue, 1994), bls. 166-231.