Skírnir - 01.04.1996, Síða 27
SKÍRNIR HVAÐ GERIR ÍSLENDINGA AÐ ÞJÓÐ? 21
stjórn Islands að vera staðsett, eða hvaða þjóð áttu íslenskir þegn-
ar að tilheyra?
Svar Islendinga við þessum spurningum var ótvírætt. ísland er
„þjóð sjerílagi með fullu þjóðerni og þjóðrjettindum og frjálst
sambandsland Danmerkur en ekki partur úr henni, hverki ný-
lendu nje unnið með herskyi [svo]“, eins og segir í ávarpi til
íslendinga sem samþykkt var á undirbúningsfundi fyrir þjóðfund
sem haldinn var á Þingvöllum sumarið 1850. Með þessum rökum,
tilvísun í Gamla sáttmála og áherslu á staðsetningu landsins og
sérstöðu, kröfðust íslendingar nánast sjálfstæðis frá Danmörku,
eða svipaðs stjórnarforms og fékkst það loks í gegn með
sambandslagasamningi íslendinga og Dana árið 1918.41 Með
þessari samþykkt var stefnan mörkuð í sjálfstæðisbaráttu íslend-
inga, kröfurnar voru skilgreindar og eftir það var hvergi hvikað
fyrr en með endanlegum skilnaði frá Danmörku árið 1944.
Islendingar voru ekki einir um að neyðast til að taka afstöðu
til framtíðar sinnar á þennan hátt. Hér að framan minntist ég á
annað „þjóðflokkasamfélag“, íbúa Bretagneskaga í vesturhluta
Frakklands, en í rannsóknum mínum hef ég borið sögu þeirra
saman við það sem gerðist á íslandi. Útifundur sem haldinn var
14. júlí 1790 á Marsvöllum í París (þar sem Eiffel-turninn stendur
nú), rúmri hálfri öld áður en Islendingar mótmæltu „flestir í einu
hljóði" á þjóðfundi, er táknrænn fyrir stöðu Bretóna á nítjándu
öld.42 „Hvergi hefur fólk orðið vitni að svo fögrum degi, svo
göfugum, svo helgum“, segir sagnfræðingurinn Ernest Lavisse í
upphafinni lýsingu sinni á þessum atburði, en frá síðari hluta
nítjándu aldar hafa Frakkar minnst hans árlega á þjóðhátíðardegi
sínum. „íbúar héraða frá öllum hornum landsins, sem höfðu
gleymt og máð út landfræðilegan, þjóðernislegan og sögulegan
41 „Ávarp til fslendinga frá hinum almenna fundi að Öxará. 10.-11. d. ágústm.
1850.“ Undirbúningsblab fyrirþjóðfundinn að sumri 1851 1. blað, bls. 3-4.
42 Um „la fete de la Fédération", sjá Mona Ozouf, „Fédération,“ í F. Furet og
M. Ozouf, ritstj., Dictionnaire critique de la Révolution frangaise.
Evénements, bls. 177-91; sbr. Tíðindi frá þjóðfundi Íslendínga árið 1851
(Reykjavík, 1851), bls. 413.