Skírnir - 01.04.1996, Page 29
SKÍRNIR
HVAÐ GERIR ÍSLENDINGA AÐ ÞJÓÐ?
23
hluta þeirrar átjándu.46 Einnig var andstaðan við miðstjórnina í
París mjög sterk á Bretagneskaga á fyrstu áratugum þriðja lýð-
veldisins, og stóðu íbúar svæðisins flestir þétt að baki konungs-
sinnum í baráttu þeirra gegn lýðveldinu fram undir fyrri
heimsstyrjöld.47
Jarðvegurinn var því frjór fyrir bretónska þjóðernisstefnu á
nítjándu öld. I héraðinu ríkti megn og mjög útbreidd óánægja
með miðstjórnina í París: íbúarnir varðveittu minningar um
pólitískt sjálfstæði á miðöldum,48 og landamæri héraðsins voru
tiltölulega vel skilgreind frá fornu fari. Eftir að lýðveldissinnar
náðu endanlega völdum í höfuðborginni um 1880 átti tungumál
Bretóna mjög undir högg að sækja í skólakerfinu þar sem yfir-
völd reyndu ákaft að þröngva franskri menningu upp á jaðar-
héruð Frakklands. A sama tíma skáru stjórnvöld upp herör gegn
áhrifum kaþólsku kirkjunnar, en hún hafði frá fornu fari haft
mikil ítök í héraðinu. Þrátt fyrir hagstæðar aðstæður barðist
meginstraumur andspyrnuhreyfingar Bretóna þó aldrei fyrir
sjálfstæðu bretónsku þjóðríki. Markmið þeirra var þvert á móti
að endurreisa hið „sanna“ föðurland í Frakklandi, að endurvekja
stjórnarskrá konungdæmisins, sem byggðist á neti hefðbundinna
samfélaga sem saman mynduðu franska þjóð.49 Frakkland er eitt
og ódeilanlegt, sagði til dæmis markgreifinn af L'Estourbeillon,
stofnandi, formaður og helsti talsmaður l'Union Régionaliste
Bretonne (U.R.B.), en á sama tíma bar mönnum að hafa í huga að
„það er samsett úr mörgum hlutum, [...] hverra einkenni og
persónuleiki hafa varðveist án breytinga í gegnum aldirnar, og
ekki síst að þátttaka héraðanna í þeirri mósaíkmynd sem
46 Sjá t.d. Paul Bois, Paysans de l'Ouest. Des structures économiques et sociales
aux options politiques depuis l'époque révolutionnaire dans la Sartbe (París:
École Pratique des Hautes Études, 1960).
47 Bók Andrés Siegfried, Tableau politique de la France de l'Ouest sous la
Troisieme République (París: Armand Colin, 1930), er klassísk rannsókn á
pólitískri hegðun íbúa Vestur-Frakklands.
48, Bretagneskagi vár ekki endanlega innlimaður í franska konungsríkið fyrr en
1532.
49 Sjá t.d. Léon de Móntesquiou, De l'anarcbie d la monarchie (París: L'Action
franíaise, 1919) og Raoul Girárdet, Le nationalisme frangais. Anthologie 1871-
1914 (París: Seuil, 1983), bls. 11-20.