Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 31
SKÍRNIR
HVAÐ GERIR ÍSLENDINGA AÐ ÞJÓÐ?
25
fjármálum, persónuleika þjóðarinnar, tungumál hennar og menn-
ingu“.52 Þessi ummæli minna óneitanlega mjög á skoðanir sósíal-
istans Einars Olgeirssonar, sem sagði eitt sinn frelsisþrá íslensku
þjóðarinnar vera inntak Islandssögunnar, og þessi þrá væri
„jafngild, hvort sem hún birtist í samtökum vopnaðra Arnesinga
á Ashildarmýri [árið 1496] eða samþykktum friðsamra fundar-
manna á Þingvallafundum 19. aldar [...]“.53 Samanburður á
íslenskri þjóðernisbaráttu og mótmælum Bretóna gegn Parísar-
valdinu nær þó ekki mikið lengra, vegna þess að Islendingar settu
stefnuna frá byrjun á pólitískt sjálfstæði. Tilboð Dana til Islend-
inga á þjóðfundi árið 1851 var til dæmis nokkuð í stíl við það sem
U.R.B. fór fram á fyrir sína umbjóðendur hálfri öld síðar, en
Islendingar tóku stjórnlagafrumvarpi Dana sem móðgun og
neituðu svo mikið sem að ræða það á þjóðfundinum. I þeirra
augum var Danmörk fjarlægt land, sem Island tengdist aðeins
pólitískum böndum, og þegar þau brustu var skilnaður óhjá-
kvæmilegur. Engum Islendingi datt því í hug að líta til
Danmerkur sem la grande Patrie, og þeir Islendingar voru fáir
sem sáu nokkuð unnið með nánum tengslum við Dani.
I augum nútíma Islendinga hefur fátt þótt eðlilegra en að
forverar þeirra hæfu baráttu fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, enda
hafa þeir gjarnan skynjað þjóðernisvitund og ættjarðarást
nítjándu aldar sem beint framhald þeirrar „endurreisnarbaráttu,
sem hófst hér um miðja átjándu öld með Eggert Ólafssyni og
Skúla fógeta". Sagan var aflvaki þessarar baráttu, að mati Jóns
Jónssonar Aðils, af því að menn á borð við Jón Sigurðsson gerðu
sér grein fyrir að „ekkert meðal er öflugra til að vekja ættjarðarást
og þjóðrækni í brjóstum manna, en þekking á sögu ættjarðar-
innar [...]“.54 Rök Jóns forseta kveiktu bál af þeim neista sem bjó
52 Yann Fouéré, Histoire résumée du mouvement breton du XlXe si'ecle d nos
jours (1800-1976) (Quimper: Éditions Nature et Bretagne, 1977), bls. 13.
Söguskoðun Fouérés er vitanlega mjög lituð af lífsskoðun hans vegna þess að
mótmælum fyrri tíma var frekar beint gegn bretónskri yfirstétt en ríkis-
valdinu; sjá Michel Nicolas, Histoire du Mouvement Breton (París: Syros,
1982), bls. 26-29.
53 Einar Olgeirsson, „Sögusýningin,“ bls. 387.
54 Tón Tónsson [Aðils], Islenzkt ijóðerni. Aliýðufyrirlestrar (Reykjavík: Sigurður
Kristjánsson, 1903), bls. 226-27.