Skírnir - 01.04.1996, Page 32
26
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
í hjörtum landsmanna, svo gripið sé til orðfæris Jóns Aðils, vegna
þess að þrátt fyrir aldalanga kúgun erlendra þjóða átti þjóðernis-
tilfinningin alltaf ból í sálarlífi landsmanna.55 Ef við berum
þjóðernisvakningu Islendinga saman við reynslu Bretóna verður
hún ekki jafn sjálfgefin og áður, a.m.k. hefur sagan ekki blásið
sams konar eldi í glæður ættjarðarástarinnar í brjóstum allra
hugsanlegra þjóðernishópa.
Nú þegar farið er að fjúka í þau spor sem íslenska sjálf-
stæðisbaráttan markaði hafa ýmsar spurningar vaknað um upphaf
hennar. Gunnar Karlsson hefur þannig bent á í nýlegri grein að
miðað við alla venjulega staðla nítjándu aldar var íslenska þjóðin
alltof lítil til að standa undir sjálfstæði og því verði að leita
skýringa á þeirri leið sem íslendingar völdu.56 Að framansögðu
má vera ljóst að ég tek undir þessi orð Gunnars, en ég er samt
ekki fyllilega sáttur við þá skýringu sem hann gefur. Megintilgáta
hans er sú að þjóðernisstefnan hafi átt svo greiða leið að íslend-
ingum vegna þess að þrátt fyrir mikinn efnahagslegan mismun
hafi íslenskt þjóðfélag ekki verið deilt upp í vandlega afmarkaðar
stéttir.5; Gallinn við þessa tilgátu er tvíþættur; í fyrsta lagi er
einsleitni íslensks samfélags að mörgu leyti ein af goðsögnum
þjóðernisbaráttunnar. Rannsóknir hafa t.d. sýnt að stétt íslenskra
embættismanna og kirkjunnar þjóna var að talsverðu leyti lok-
aður klúbbur fyrir miðja nítjándu öld, enda réðu þeir sjálfir mjög
miklu um hverjir fengu aðgang að þeirri menntun sem sett var
sem skilyrði fyrir veitingu embætta.58 í öðru lagi virðist tilgáta
Gunnars ganga út frá því að þjóðerniskennd eigi auðveldara
uppdráttar í „einföldum“ samfélögum en flóknum, en sú er alls
ekki raunin - við sameiningu Þýskalands og Ítalíu mynduðust
stór og mjög fjölbreytt þjóðríki úr mörgum smáríkjum sem voru
allt eins ólík innbyrðis og Danmörk og Island.
55 Sama rit, bls. 245-46.
56 Gunnar Karlsson, „The Emergence of Nationalism in Iceland,“ í Sven Tágil
ritstj., Ethnicity and Nation Building in the Nordic World (London: Hurst,
1995), bls. 38.
57 Sama rit, bls. 53-58.
58 Guðmundur Hálfdanarson, „Old Provinces, Modern Nations," bls. 53-55.