Skírnir - 01.04.1996, Page 33
SKÍRNIR
HVAÐ GERIR ÍSLENDINGA AÐ ÞJÓÐ?
27
Að öllu samanlögðu verður að viðurkennast að þótt hægt sé
að fullyrða að þjóðerni sé mikilvægasta form pólitískrar sam-
kenndar í heiminum á okkar dögum er tæpast hægt að finna
nokkra eina haldbæra skýringu á því hvers vegna þjóðfélags-
hópur tekur upp á því að líta á sig sem þjóð eða hvernig hann
afmarkar sig frá öðrum þjóðum.59 Ef við lítum til sögu Islendinga
sést að snemma á síðustu öld var þeim ítrekað boðið að taka þátt í
danskri lýðræðisþróun - fyrst með því að senda fulltrúa á danskt
stéttaþing og síðar að gangast undir danska stjórnarskrá með
takmörkuðum sérréttindum - án þess að slíkar óskir hlytu
nokkurn hljómgrunn hér á landi. íslendingar völdu því á tíma-
bilinu frá því um 1830 til 1850 að teljast sérstök þjóð með öllum
þeim réttindum og skyldum sem því tengjast. Sérkennilegast við
hugmyndina um íslenskt þjóðfrelsi var að hún vakti enga
andstöðu á íslandi og Danir áttu jafnvel ekki auðvelt með að
hafna henni vegna þeirrar virðingar sem þeir báru fyrir íslenskri
menningararfleifð.60 Hér á landi barðist því enginn hópur fyrir
nánari samskiptum við Dani - enginn málsmetandi íslendingur
dró það nokkurn tíma í efa að við værum sérstök þjóð - og fann
danska stjórnin sér því fáa bandamenn hér á landi í viðleitninni til
að halda landinu í danska ríkjasambandinu. í fyrstu virðast
einungis fáir íslendingar hafa tekið beinan þátt í þjóðernis-
baráttunni, en umræðan um stöðu landsins í danska ríkinu og
baráttan fyrir auknu pólitísku frelsi einokaði þó alla stjórnmála-
umræðu á íslandi á nítjándu öld. Allt frá þessum tíma hefur frelsi
þjóðarinnar verið álitið lokatakmark íslenskra stjórnmála - það
fjöregg sem stjórnvöldum ber skylda til að varðveita.
íslendingum hefur aldrei verið tamt að líta á sjálfstæðisbaráttu
sína og þjóðernisvitund sem nokkuð annað en sjálfsagða. í þeirra
augum er þjóðin náttúruleg staðreynd en ekki pólitísk vitund -
59 Sbr. John A. Hall, „Nationalisms: Classified and Explained," Dœdalus 122
(1993), bls. 1-28 og Katherine Verdery, „Whither „Nation" and „National-
ism“,“ Dœdalus 122 (1993), bls. 37-46.
60 Sbr. Gunnar Karlsson, „The Emergence of Nationalism in Iceland," bls. 42-45
og Uffe 0stergárd, „Danish Peasants and National Identity," Comparative
Studies in Society and History 34 (1992), bls. 9.