Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 35
SKÍRNIR
HVAÐ GERIR ÍSLENDINGA AÐ ÞJÓÐ?
29
Þjóðin hlaut einmitt slíka stöðu í íslensku samfélagi á nítjándu
öld - hún varð smám saman að nær því áþreifanlegum veruleika í
hugum landsmanna, tilvist hennar stóð utan pólitískrar umræðu
og Islendingar gátu ekki hugsað sér heiminn án hennar.63
Þessi sýn á þjóðernið felur í sér ákveðna afstöðu í þeim
deilum um uppruna og eðli þjóða sem grein var gerð fyrir hér að
framan. Eg tel útilokað annað en að líta á þjóðina sem félagslega
ímyndun, og þá alls ekki í neikvæðri merkingu þess orðs, heldur
sem dæmi um ímyndunarafl mannsins og hæfileika hans til
frjórrar sköpunar.64 Ibúar flestra landsvæða Evrópu hafa þurft að
taka ákvörðun um þjóðerni sitt á tilteknum skeiðum í sögunni,
og útkoman hefur verið með mjög ólíkum hætti. I hugum íslend-
inga kom ekki annað til greina en krefjast þjóðfrelsis, á sama tíma
og fáum andstæðingum franska lýðveldisins á Bretagneskaga datt
í hug að Bretónar væru þjóð út af fyrir sig. Þjóðernisbarátta
þeirra hefði sjálfsagt ekki orðið jafn árangursrík og Islendinga
vegna þess að héraðið var mun mikilvægara fyrir Frakkland en
Island var fyrir Dani, en á það reyndi aldrei. Með þessu er ég ekki
að afneita mikilvægi íslenskrar menningar fyrir sjálfsvitund
landsmanna, heldur aðeins að draga fram að samband hennar við
pólitískt skipulag á Islandi er hvorki sjálfsagt né endanlega
ákvarðað. Menningin sjálf er líka stöðugum breytingum undir-
orpin, og búast má við verulegum umskiptum í íslensku menn-
ingarlífi á næstu áratugum þar sem sú einangrun sem mótaði
íslenska alþýðumenningu í aldaraðir heyrir nú sögunni til. Því er
ekki ólíklegt að á sama hátt og þjóðernisstefnan var sú leið sem
Islendingar völdu inn í nútímann þá muni nútíminn á endanum
grafa undan styrkustu stoðum hennar.
63 Þjóðin er þar með hluti af því sem Bourdieu kallar doxa, og skilgreinir sem
„heim þess sem er ekki rætt (óumdeilt)“, Outline of a Theory of Practice
(Cambridge: Cambridge U.P., 1977), bls. 159-71. Arnar Guðmundsson hefur
komist að svipuðum niðurstöðum um íslenska þjóðernisvitund með því að
beita kenningum Rolands Barthes um goðsagnir, „Mýtan um ísland. Áhrif
þjóðernishyggju á íslenska stjórnmálaumræðu," Skírnir 169 (1995), bls. 97-
100.
64 Þar tek ég undir gagnrýni Benedicts Anderson á kenningar Ernests Gellner;
sjílmagined Communities, bls. 15.