Skírnir - 01.04.1996, Page 41
SKÍRNIR
TIL VARNAR DVERGATALI
35
[...] Því miður veit nú enginn hvernig flutningi eddukvæða var háttað til
forna en við getum kannski nálgast slíkan kvæðaflutning með því að lesa
heilsteyptar uppskriftir kvæða á borð við Völuspá sem er varðveitt í
tveimur megingerðum. Og við verðum að halda þessum gerðum að-
greindum ef við viljum nálgast heildarhugsun þeirra því að um leið og
við steypum þeim saman erum við komin með kvæði sem hefur aldrei
verið til og farin að hugsa út frá hugmyndinni um „réttan“ frumtexta.
Þetta gerðu fræðimenn hér'áður fyrr en nú tíðkast það ekki lengur.9
Þetta er meginatriði málsins. Frumgerð Völuspár var ekki skrif-
borðskvæði, hún var gerð til munnlegs flutnings, til dæmis við
dramatískar aðstæður á trúarhátíðum.10
Sannarlega er sá Völuspártexti sem hefur látið í eyrum manna
á tíundu öld okkur hulinn. Samt sýnist mér það vera skylda rýn-
andans að reyna eftir fremsta megni að hlusta eftir þessum texta.* 11
Hann hlýtur þá, rétt eins og við daglegar aðstæður þegar hann
heyrir talað, að láta sér lynda þótt hann skilji ekki hvert einasta
orð, jafnvel ekki orðasambönd, því hann skilur hvað verið er að
fjalla um og hver er lokaniðurstaðan, og hún er meginatriðið. Sé
um heilsteypt verk að ræða ætlast hann síðan til þess að nánari
kynni leiði til þess að hann skilji að einstök atriði textans styðja
heildarmerkinguna12 og að það er enginn herbrestur orðinn þótt
9 Gísli Sigurðsson 1988:396. - Ritdeila Gísla og Einars Más er hin fróðlegasta
og þar færir Gísli ágæt rök fyrir þeim hugmyndum sem hér eru lagðar til
grundvallar. Greinarnar birtust í eftirtöldum heftum Tímarits Máls og menn-
ingar og eru upphafsstafir höfundanna innan sviga: 88/3 (EMJ), 88/4 (GS),
90/1 (EMJ) og 90/2 (EMJ, GS).
10 Um leikrænan flutning eddukvæða hefur Terry Gunnell skrifað hina miklu
ritgerð sína The Origins of Drama in Scandinavia (1995) og verður hér látið
nægja að vísa til hennar og þeirra rita sem þar er bent á fyrir þá sem vilja
kynna sér sem nákvæmast allt sem um dramatískan flutning kvæðanna (og þar
með raunar um munnlegan flutning þeirra) hefur verið skrifað.
11 Þess skal getið að ein kveikjan að þessari grein var samstarf mitt við tónlistar-
hópinn Sequentia í Köln, en hann flutti Völuspá á jólum 1995 í Lúxemborg og
mun væntanlega endurtaka þann flutning bæði í Danmörku og Svíþjóð. Þar
varð hlustunin nauðsynlegur partur af aðferð okkar til að nálgast kvæðið.
12 Ég leyfi mér að láta þetta orð tákna „merkingu heildarinnar“ - sem hugsan-
lega hefur á sér eitthvað annan blæ en „merkingin sem fæst ef merking allra
einstakra þátta er lögð saman“!