Skírnir - 01.04.1996, Page 43
SKÍRNIR
TIL VARNAR DVERGATALI
37
Hittoz æsir
á Iðavelli,
þeir er hprg ok hof
hátimbroðo;
afla lpgðo,
auð smíðoðo
tangir skópo
ok tól gorðo.
Teflðo í túni
teitir vóro,
var þeim vettergis
vant ór gulli
unz þriár kvómo
þursa meyiar
ámátkar mipk
ór iptunheimom. (er. 7-8)
Þursameyjarnar eru vísast dæmi um „það sem allir vissu“ á sínum
tíma en verða enn um sinn óráðin gáta fyrir nútímafólk. Fráleit
virðist tilgáta frá 15. öld um að þær séu hinar sömu og nornirnar
þrjár sem síðar er fjallað um í kvæðinu, en hugmynd Sigurðar
Nordals um „fagrar og lævísar jötnadætur, sendar Asum til
tortímingar" er Ijómandi álitleg meðan ekki býðst annað betra.14
Goðin eru greinilega óviðbúin þeirri ógn sem steðjar að með
þursameyjunum, hver sem hún er, og kemur þá að sérkennilegum
viðbrögðum þeirra:
Þá gengo regin pll
á rokstóla,
ginnheilog goð,
ok um þat gættuz,
hverr skyldi dverga
drotin15 skepia
ór Brimis blóði
ok ór blám16 leggiom.
Þar <var> Mótsognir
mæztr um orðinn
dverga allra,
en Durinn annarr;
þeir manlíkon
mprg um gorðo,
dvergar, ór iprðo,
sem Durinn sagði.
14 Sigurður Nordal 1952:62-63. Þar er að finna skilmerkileg rök hans gegn skýr-
ingartilgátum sem reyna að gera þursameyjarnar að örlaganornum.
15 Þannig í Konungsbók og ætti þá væntanlega að lesa dróttin. Jón Helgason (líkt
og langflestir útgefendur og skýrendur) leiðréttir eftir Hauksbók og skrifar
dróttir. Hér er hallast á sveif með Gísla Sigurðssyni og fleirum, eins og áður er
fram komið.
16 Skrifað svo í Konungsbók. Flestir útgefendur hafa leiðrétt eftir Ormsbók
Snorra-Eddu og skrifað Bláins.