Skírnir - 01.04.1996, Side 54
48
HEIMIR PÁLSSON
SKÍRNIR
dvergasmíðum.37 Enn ein dvergasmíðin er fjöturinn Gleipnir og
ekki fánýtur gripur því hann heldur óreiðuaflinu Fenrisúlfi í
skefjum allt til ragnaraka.
Samkvæmt sumum frásögnum þarf að beita bæði klækiskap,
kaupum og ofbeldi til þess að fá dverga til þjónustu. Þetta kemur
t.d. vel fram í frásögn Ans sögu bogsveigis af því hversu An eign-
aðist bogann:
Án gekk í eitt skógarrjóður. Hann sá þar stein einn standa mikinn ok
mann hjá einum læk. Hann hafði heyrt nefnda dverga ok þat með, at þeir
væri hagari en aðrir menn. Án komst þá á millum steinsins ok dvergsins
ok vígir hann utan steins ok sagði hann aldri skulu sínu inni ná, nema
hann smíðaði honum boga svá stóran ok sterkan sem við hans hæfi væri
ok þar með fimm örvar. Þat skyldi þeim fylgja, at hann skyldi um sinn
hæfa með hverri, þat er hann skyti til eptir sínum vilja. Innan þriggja
nátta skyldi þetta gert vera, ok beið Án þar meðan. Svo gerði dvergrinn
sem fyrir var skilit ok með engum álögum, en dvergrinn hét Litr.38
Dvergnum er hér bönnuð heimför og minnir sannarlega á orð
Völuspár um að veggbergs vísir (kunnugir í klettum, klettfróðir)
dvergar stynji fyrir steindyrum þegar komið er að ragnarökum
(er. 48/51). Kunn eru einnig þjóðsagnaminni ýmis þar sem
mennskir menn ná valdi á annars heims verum með því að kom-
ast milli þeirra og hams eða heimkynnis.39
Sérleg er frásögn Sörla þáttar (í Flateyjarbók) af Brísingameni:
Dóttir Njarðar hét Freyja. Hún fylgði Óðni ok var friðla hans. Menn
þeir váru í Asía, er einn hét Álfrigg, annarr Dvalinn, þriðji Berlingr,
fjórði Grérr. Þeir áttu heima skammt frá höll konungs. Þeir váru menn
svá hagir, at þeir lögðu á allt gerva hönd. Þess háttar menn, sem þeir
váru, kölluðu menn dverga. Þeir byggðu einn stein. Þeir blönduðust þá
meir við mannfólk en nú. [...] Þat var einn dag, er Freyju varð gengit til
steinsins, hann var þá opinn. Dvergarnir váru at smíða eitt gullmen. Þat
var þá mjök fullgert. Freyju leizt vel á menit. Dvergunum leizt ok vel á
Freyju. Hún falaði menit at dvergunum, bauð í móti gull ok silfr ok aðra
góða gripi. Þeir kváðust ekki féþurfi, sagðist hverr vilja sjálfr sinn part
37 Snona-Edda 1984:129-30.
38 Fornaldarsögur Norðurlanda I 1943:404-405.
39 Þetta sagnaminni er alþekkt um öll Norðurlönd.