Skírnir - 01.04.1996, Side 55
SKÍRNIR
TIL VARNAR DVERGATALI
49
selja í meninu ok ekki annat fyrir vilja hafa en hún lægi sína nótt hjá
hverjum þeira. Ok hvárt sem hún lét at þessu komast betr eða verr, þá
keyptu þau þessu. Ok að liðnum fjórum náttum ok enduðum öllum skil-
daga, afhenda þeir Freyju menit. Fór hún heim í skemmu sína ok lét
kyrrt yfir sér, sem ekki hefði í orðit.40
Smíðisgripum dverga fylgja einlægt ýmiss konar álög og töfr-
ar. Ógnvekjandi voru til að mynda þau ákvæðisorð sem frá segir í
lýsingu Hervarar sögu og Heiðreks á sverðinu Tyrfingi:
Þessi konungr [Sigrlami] hafði eignazt sverð þat af dvergum, er Tyrfingr
hét ok allra var bitrast, ok hvert sinn, er því var brugðit, þá lýsti af svá
sem af sólargeisla. Aldri mátti hann svá hafa beran, at eigi yrði hann
manns bani, ok með vörmu blóði skyldi hann jafnan slíðra. En ekki var
þat kvikt, hvárki menn né kvikvendi, er lifa mætti til annars dags, ef sár
fekk af honum, hvárt sem var meira eða minna. Aldri hafði hann brugð-
izt í höggi eða staðar numit, fyrr en hann kom í jörð, ok sá maðr, er
hann bar í orrostu, mundi sigr fá, ef honum var vegit. Þetta sverð er
frægt í öllum fornsögum.41
Fleiri sögur benda í þessa átt og jafnan gera frásagnir af dvergum
ráð fyrir að þeir séu lokkaðir eða þvingaðir til verka. Aðeins ein
sögn greinir frá eiginlegu frumkvæði þeirra - og þá til illverka.
Það er frásögn Snorra af því þegar dvergarnir Fjalar og Galar
drepa Kvasi og síðan Gilling jötun og konu hans.42
Vanddregnar eru ályktanir af þessum dvergasögnum, en allar
bera þær þó með sér að dvergar hafi ráðið yfirnáttúrlegum hæfi-
leikum, þeir hafi ekki verið áleitnir ef þeir fengu að vera í friði, en
grimmir þegar að þeim var vegið.
Mikla sérstöðu meðal dverga hafa þeir Norðri, Suðri, Austri
og Vestri, sem Snorri segir að standi undir fjórum skautum
40 Fornaldarsögur Norðurlanda II 1944:97-98. - Þessa sögu virðist Snorri ekki
hafa þekkt en hins vegar halda menn að hann fari eftir Húsdrápu Ulfs Ugga-
sonar þegar hann segir Loka og Heimdall hafa deilt um Brísingamen. Snorra
Edda 1984:100.
41 Fornaldarsögur Norðurlanda I 1943:191. - Alveg sambærileg er frásögn
Snorra-Eddu af sverðinu Dáinsleif „er dvergarnir gerðu, er manns bani skal
verða hvert sinn er bert er og aldrei bilar í höggi, og ekki sár grær ef þar skein-
ist af“ (1984:164).
42 Snorra-Edda 1950:81-82.