Skírnir - 01.04.1996, Page 57
SKÍRNIR
TIL VARNAR DVERGATALI
51
inn. Heiti Mótsognis (eða Móðsognis) er áður skýrt, en Durinn
virðist auðvelt að tengja við nafnorðið dyrr og ætti þá að mega
merkja „dyravörður“.46 Sé sá skilningur réttur að þessir tveir
dvergar séu hinir einu sem æsir skapa, verður tilgangurinn um
leið Ijós: Þeir eru einhvers konar landvarnarvættir og ætlaðir til
þess að styrkja æsi í baráttunni gegn hinum illu jötnameyjum.
Nöfn ýmissa annarra dverga gætu vissulega lotið í sömu átt. Þar
kæmu til sögunnar Veigr, Þorinn, Reginn, Dolgþrasir, Eikin-
skjaldi (er. 12, 13, 15 og 16). Allir gætu þessir dvergar borið í
nafni sínu hugdirfð og hreysti. Aðrir gætu komið að góðu haldi
fyrir sakir ráðkænsku sinnar: Ráðsviðr, Nýráðr og Vitr (er. 12) og
enn fleiri kann að mega túlka á svipaðar lundir, sem einhvers
konar varnarlið ása.
Allar kunna þessar skýringartilraunir þó að vera óþarfar því
hugsanlega er okkur að sjást yfir megintilganginn með því að
skapa dvergana. Hann skýrist hins vegar um leið og við hugum
að því hvar dvergarnir eiga heima. Dvergarnir eru jarðbúar,47
byggja kletta og steina eða búa langt niðri í jörð að því er best
verður séð. I öllum þeim átökum sem greinir frá í síðari hluta
Völuspár er dverga aðeins getið einu sinni, og þá sem tegundar.
Þetta er þegar ragnarök eru í aðsigi og komið að endalokunum.
Þá er með kunnri formúlu vikið að stöðu mála hjá ýmsum þjóð-
flokkum:
Hvat er með ásom?
hvat er með álfom?
gnýr allr iptunheimr,
æsir ro á þingi;
stynia dvergar
fyr steindurom,
veggbergs vísir -
vitoð ér enn, eða hvat? (er. 48/51)48
46 Sbr. Sigurð Nordal 1952:65 og Ásgeir Bl. Magnússon 1989.
47 Á þetta benti Hermann Pálsson, eins og áður sagði, en hins vegar dregur hann
allt aðrar ályktanir af jarðverunum en þær sem hér eru kynntar.
48 I útgáfu Jóns Helgasonar hefur þessi vísa númerið 48 í samræmi við Hauks-
bók og Snorra-Eddu en stendur á undan vísu 52 í samræmi við Konungsbók.