Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 58
52
HEIMIR PÁLSSON
SKÍRNIR
Túlkun Sigurðar Nordals á þessu erindi verður ekki dregin í efa
hér.49 Hann hefur áreiðanlega séð það rétt að hér sé hámarki öng-
þveitisins og angistarinnar lýst. I munni og skilningi völvunnar er
það til marks um hve illa sé komið fyrir heiminum að jafnvel
dvergarnir geta ekki lengur leitað á náðir móður jarðar.
Innrás jötnameyjanna ber vafalaust að skilja sem framsókn
óreiðuaflanna og gegn henni verða goðin að snúast. Eigið afl
þeirra hrekkur ekki til og því skapa þau dverga. Þá bregðast
nútímamenn einatt öndverðir við og úthýsa dvergum í stað þess
að spyrja hvað það sé í náttúru þeirra sem eigi að gera þeim kleift
að ráða fram úr vandanum. Yrði þá fyrst fyrir að hyggja að hin-
um nánu tengslum þeirra við jörðina sjálfa.
Hér hrekkur vitnisburður Völuspár skammt. Hún segir ekk-
ert um jörðina annað en að hún sé heimkynni allra. Annað var
sennilega óþarft að taka fram. Allir vissu að jörðin var gyðja,
frumkvon Óðins, móðir Þórs eins og fram kemur í fjölda kenn-
inga hjá skáldum.50 Dvergarnir voru skapaðir „úr jörðu“. Jörðin
var lífgjafi allra og heimkynni, þá eins og nú. Svo náttúrubundin
trúarbrögð sem hin norræna ásatrú hafa lagt ríka áherslu á tignun
jarðar. Þarf ekki annað en horfa til örnefna, náttúruvættatrúar,
álagabletta og huldufólkstrúar til þess að skynja margbreytileika
jarðtignunar.
I frásögn Eyrbyggju af landnámi Þórsnesinga er þessi frægi
kafli:
Þórólfr kallaði Þórsnes milli Vigrafjarðar ok Hofsvágs. I því nesi stendr
eitt fjall; á því fjalli hafði Þórólfr svá mikinn átrúnað, at þangat skyldi
enginn maðr óþveginn líta ok engu skyldi tortíma í fjallinu, hvárki fé né
mpnnum, nema sjálft gengi í brott. Þat fjall kallaði hann Helgafell ok
trúði, at hann myndi þangat fara, þá er hann dœi, ok allir á nesinu hans
frændr. Þar sem Þórr hafði á land komit, á tanganum nessins, lét hann
hafa dóma alla ok setti þar heraðsþing; þar var ok svá mikill helgistaðr, at
hann vildi með engu móti láta saurga vpllinn, hvárki í heiptarblóði, ok
eigi skyldi þar álfrek ganga, ok var haft til þess sker eitt, er Dritsker var
kallat.51
49 Sigurður Nordal 1952:127-28.
50 SjáSimek 1983:147-48.
51 Eyrb-yggja saga 1935:9-10.