Skírnir - 01.04.1996, Side 61
SKÍRNIR
TIL VARNAR DVERGATALI
55
Þat man hón fólkvíg
Heiði hana héto
fyrst í heimi,
er Gullveigo
geirom studdu
ok í hpll Hárs
hána brendo,
hvars til húsa kom,
vplo vel spá,
vitti hón ganda;
seið hón kunni,
seið hón leikinn,
æ var hón angan
illrar þjóðar.57
þrysvar brendo
þrysvar borna,
opt, ósialdan;
(er. 21-22)
þó hón enn lifir.
Margt er á huldu í þessum vísum. Gullveig er ókunn úr öðrum
heimildum enda virðist hún ekki eiga það nafn eitt heldur hallast
skýrendur almennt að því að sú „hún“ sem nefnd er í næstu vísu
og var líklega kölluð Heiður hljóti að vera sama persóna. Hin
margfalda aftaka veldur undrun og reynist enda árangurslaus.
Það getur skipt sköpum fyrir skilning okkar á Völuspá hvern-
ig Gullveig er túlkuð. Sigurður Nordal var ekki í neinum vafa
þegar hann kvað svo að orði: „Gullveig, persónugervingur gulls-
ins (veig = kraftur), máttur gullsins í konulíki (Mullenhoff), sbr.
kvennöfnin Hallveig, Mjaðveig, Rannveig, Solveig, Þórveig."58 A
þessa skýringu hafa margir aðrir fallist og svo er um þann er hér
ritar. Hins vegar veltur á miklu hvernig samhengið er rakið.
Öll smíði felur í sér að komið sé formi á efni. Þetta kemur
skýrt fram þegar málmi er breytt í nytjahlut. Mikilvægt er að gera
greinarmun á gullinu sem ótömdum málmi og gullinu sem efni í
smíðisgripum. I fyrra tilvikinu er um að ræða hluta óreiðunnar,
kaossins, hið síðara er augljós hluti af skipaninni, kosmosnum.
Það voru dvergarnir, ekki aðrir, sem gátu bundið málminn, en
það voru líka þeir sem gátu leyst kraft hans.
Gull, hinn dýri málmur, var ekki meðal þeirra frumefna sem
norrænir menn áttu greiðan aðgang að í heimkynnum sínum. Vit-
anlega höfðu þeir lengi þekkt gull, en notkunin var misjöfn:
57 í mörgum útgáfum stendur „brúðar" þar sem hér er „þjóðar". Er hér fylgt
lestri Jónasar Kristjánssonar (1989).
58 Sigurður Nordal 1952:80.