Skírnir - 01.04.1996, Page 62
56
HEIMIR PÁLSSON
SKI'RNIR
Á þjóðflutningatímum gegndi gull mikilvægu hlutverki í Skandinavíu,
bæði sem gjaldmiðill og efniviður í skartgripi, vopn o.s.frv. en má heita
alveg horfið úr fornminjum frá 7. og 8. öld, að fáeinum skrautmunum
undanskildum. Með víkingaöld kemur gullið aftur sem efni í skartgripi
o.fl. þótt silfur væri ríkjandi eðalmálmur á þeirri tíð.59
Athyglisvert er það langa hlé sem virðist verða á notkun gullsins
á sjöundu og áttundu öld. Þeir tímar hafa fjarri því verið gleymd-
ir þegar Völuspá var sett saman.
Hugmyndin um gullið sem hinn viðsjárverða málm er vitan-
lega líka gömul. I Atlakviðu er það kallað „rógmálmur skatna“,
málmurinn sem vekur bardaga milli manna. Anne Holtsmark
bendir á að í elstu hetjukvæðum eigi gullið gjarna yfirnáttúrlegar
rætur og á því geti hvílt bölvun. Þegar á líði beri hins vegar minna
á þeim eiginleikum.60
Alkunna er að goðsagnir endurspegla oft og tíðum hug-
myndaheim og menningu. Hér kann einmitt að vera skynsamlegt
að hyggja að þeim möguleika. Þrátt fyrir augljósa aðdáun víkinga
á gulli og gersemum er hreint ekki fráleitt að hugsa sér að sú
aðdáun hafi verið ótta blandin - einmitt vegna þess að vitundin
um að gullið væri hættulegt fólst í goðsögninni. Það þurfti því
engrar sérstakrar skýringar við að goðin gripu til harkalegra að-
gerða þegar Gullveig, kjarni gullsins og kraftur, birtist þeim. En
æsir höfðu misst tökin á tilverunni þegar dvergarnir voru skapað-
ir. Koma Gullveigar er bein afleiðing þeirra mistaka og líklega sú
alvarlegasta, því að kraftur gullsins, óreiðumáttur þess, leysist úr
læðingi.61 GulIveig hefði ekki komið til sögunnar ef gullsmiðirn-
59 Arbman 1960.
60 Holtsmark 1960.
61 I 8. erindi Konungsbókar er tekið fram að ásum hafi ekki verið neins vant úr
gulli eftir að sköpun var lokið. Ég held það sé að krefjast of mikils raunsæis að
heimta af völvunni að hún muni eftir að gullið er ekki komið til sögunnar á
þessum tímapunkti! - Reyndar má vel skilja textann svo að æsir hafi ekki
þurft neitt úr gulli fyrr en eftir að jötnameyjarnar komu. Það benti þá væntan-
lega til þess að dvergarnir hefðu verið skapaðir til þess aS smíSa úr gulli, en
frekari athugun á því máli bíður betri tíma. - Varðandi gullnu töflurnar er rétt
að benda á að í 8. erindinu er ekkert sagt um þær, en hins vegar er þeirra getið
í endurlitinu í 61. erindi Konungsbókargerðar.