Skírnir - 01.04.1996, Page 63
SKÍRNIR
TIL VARNAR DVERGATALI
57
ir, hinir einu sem gátu notað sér þennan dularfulla málm, hefðu
ekki fyrst verið skapaðir.
Æsir áttu að vísu gullnar töflur, og eignuðust síðar marga
gripi úr gulli - en allir voru þeir smíðaðir af dvergum og hvergi
finn ég stafkrók um það að goðin hafi fengist við málminn sjálf-
an, gullið óbeislað.
í því ljósi sem hér hefur verið beint að Völuspá verður
dvergaþátturinn allur, sköpunarsaga dverga og dvergatal, nauð-
synlegur hluti í kvæðisheildinni, og styður í hvívetna við þá
heildarhugsun sem lesin verður úr kvæðinu í varðveittri gerð. Það
verður meira að segja til þess að skapa fullt efnislegt samhengi
milli óreiðuaflanna og skýrir Gullveigu (og síðan syndafallið)
sem beint framhald af komu jötnameyjanna. Þessi niðurstaða fæst
án þess að grípa þurfi til leiðréttinga á þekktum texta kvæðisins
en sýnir fulla virðingu þeim „frumtexta" sem ætlaður var til
flutnings og áheyrnar, ekki til nærlestrar á skinni eða pappír.
Kristni Jóhannessyni lektor í Gautaborg á ég að þakka hvatningu til að freista
þess að feta til loka þessa leið til skýringar á Gullveigu og Böðvari Guðmundssyni
skáldi og bókmenntafræðingi margvíslegar brýningar og rökræður um efni grein-
arinnar. Án þess fram komi í beinum tilvitnunum á ég margt að þakka fornum og
nýjum samræðum við dr. Terry Gunnell, sem meðal annars þýddi fyrirlestur
minn á ensku og gerði þá margar spaklegar athugasemdir. Honum og ritstjórum
Skírnis á ég líka að þakka gagnrýninn og uppbyggilegan yfirlestur handrits.
Útgáfur:
Völuspá:
Nordisk Filologi. A. Tekster. 4. Eddadigte I. Vpluspá, Hávamál. Utg. Jón Helga-
son. 2. útg. (1951). 1962. Kobenhavn. Oslo. Stockholm.
Norrœn fornkvæði. Almindelig kaldet Sœmundar Edda hins fróða. Útg. af Sophus
Bugge (1867). 1965. [Oslo].
Ur Mímishrunni. Hávamál, Völuspá, Gylfaginning. Gísli Sigurðsson annaðist út-
gáfuna. Reykjavík.
Önnur fornrit:
Eyrbyggja saga. íslenzk fornrit IV. 1935. Einar Ól. Sveinsson og Matthías Þórðar-
son gáfu út. Reykjavík.
Fornaldarsögur Norðurlanda I—III. 1943-44. Guðni Jónsson og Bjarni Vilhjálms-
son sáu um útgáfuna. Reykjavík.