Skírnir - 01.04.1996, Page 66
60
ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR
SKÍRNIR
Til nokkurs er að vinna að nálgast svör við þessum spurning-
um því túlkun erindanna þriggja felur í sér lykil að heildarskiln-
ingi kvæðisins. Sá skilningur snertir bæði heimsmynd Völuspár
og stöðu völvunnar; sjónarhorn hennar og hlutverk. Allt þetta
tengist því ennfremur á hvern hátt form og inntak Völuspár hald-
ast í hendur og mynda eina merkingarlega heild.* * 3
Bygging ogfrásögn Völuspár
Völuspá hefur verið líkt við vel uppbyggt tónverk þar sem síðari
hlutinn myndar þaulhugsaða andstæðu við fyrri hlutann. Kenn-
ingarsmiðurinn, franski fræðimaðurinn Régis Boyer, er þeirrar
skoðunar að „höfundur“ Völuspár hafi ætlað sér annað og meira
en það að varðveita helgisögn í bundnu máli; nefnilega að byggja
heildstætt listaverk utan um eina grunnhugmynd sem er örlögin
(1983:17; sjá mynd 1).
Völuspá er, eins og nafnið gefur til kynna, spá eða sýn völvu
sem í upphafi ávarpar tilheyrendur sína þessum orðum: „Hlióðs
bið ek allar / [helgar] kindir, / meiri ok minni, / mpgo Heimdal-
ar“ (er. I).4 Að því loknu tekur hún til við að rekja „forn spipll
fira, / þau er fremst um man,“ því hún man lengra en sköpun
heimsins: „vara sandr né sær / né svalar unnir, / iprð fannst æva /
né upphiminn" (er. 3). I fjórða til sjötta erindi gerir hún grein fyr-
ir upphafi sköpunar: „þá gengo reginpll / á rokstóla, [...] nótt ok
(einkum aðdraganda og ástæður ragnaraka) tek ég undir með henni að hug-
myndaheimur þess sker sig í veigamiklum atriðum frá kristinni hugmynda-
fræði eins og hún birtist m.a. í kristnum spákvæðum. Sjá ennfremur Sölva
Sveinsson (1993:8).
3 Umfjöllunin hér á eftir byggir á útgáfu Jóns Helgasonar Eddadigte I (2. pr.
1971). Jón tekur textann orðrétt upp eftir Konungsbók, svo langt sem hún nær,
en styðst við Hauksbók og/eða önnur tiltæk handrit þar sem eyður eru í texta
Konungsbókar. Beri handritum ekki saman er texti K látinn gilda, næst honum
gengur texti H en því næst O og U. Utgáfa Jóns Helgasonar verður hér eftir
auðkennd JH. Að sama skapi verða aðrir íslenskir höfundar einkenndir með
skammstöfun í sviga þegar við á en erlendir höfundar með eftirnafni.
4 K: „Hlióðs bið ek / allar kindir" - H: „Hlióðs bið ek allar / helgar kindir" (JH
1971:1).