Skírnir - 01.04.1996, Page 81
SKÍRNIR
VITOÐ ÉR ENN - EÐA HVAT?
75
hróflað sé við textanum. Ófögnuðurinn er einungis fyrirboði
þeirrar tortímingar sem þegar hefur verið kynnt með svo áhrifa-
miklum hætti í erindum 46-58. Níðhöggur boðar því ekki ragna-
rök hin síðari - heldur staðfestir einungis það sem í vændum er
og völvan hefur þegar lýst. Þetta verður enn gleggra ef við gaum-
gæfum tímann í erindunum á undan.
I Völuspá eru þrjár tíðir: Kvæðið hefst í nútíð: „Hlióðs bið ek
allar / [helgar] kindir“ (er. 1) og því lýkur einnig í nútíð „Þar
komr inn dimmi [...] nú mun hón sokkvaz" (er. 66) I fyrri hluta
kvæðisins (er. 2-43) er sagt frá í þátíð, ef undan eru skilin erindi
19, 27, 36 og 41. Þá tekur við - frá og með 44. erindi („Geyr
Garmr mipk ...“) - sú framtíðarsýn sem lýst er með orðunum
„mun“ og „þá“ (þá komr, þá mun,þá kná o.s. frv.).
I 64. erindi lýsir völvan því sem hún „sér“ á þeirri stundu: Sal-
inn Gimli þar sem dyggvar dróttir „skulu“ byggja.19 Hér renna
tíðir saman; þó hún sé þarna að lýsa ókomnum tíma talar hún í
nútíð, enda er sýnin fyrir augum hennar hér og nú. Og það er
þessi nútíð sem er skyndilega trufluð af flugsúg Níðhöggs sem
„flýgr vpll yfir“ með nái í fjöðrum. Þetta hafa ýmsir skilið sem
svo að Níðhöggur komi í raun og veru fljúgandi yfir völvuna þar
sem hún flytur spána, og minni hana þannig á það sem í vændum
er (EÓS 1962:332; FJ 1907:339; VÓ 1992:91-92). Líklegra verður
þó að teljast að hér yfirskyggi ein myndin aðra, eins og fleiri
dæmi eru um þegar líður á kvæðið.
Spásögnin er að enda komin - móðurinn að renna af völvunni
- og sýnin þar með tekin að glepjast. Hún sér inn í framtíð og nú-
tíð nánast samtímis. Þessa verður þegar vart í erindum 44, 49 og
58, þegar sama sýnin vitjar hennar aftur og aftur („Geyr [nú]
Garmr mipk ...“) og hún þylur í síbylju: „Fiplð veit hón fræða, /
fram sé ek lengra". Vert er að veita því athygli að í þeirri hend-
ingu renna einnig saman „ek“ og „hón“. Sú stillta myndlýsing
sem einkennir upphaf kvæðisins, þegar hún „man“ það sem gerst
hefur, breytist þegar á líður í ákafa frásögn þar sem myndirnar
renna fyrir hugskotssjónum hennar hver á fætur annarri af
vaxandi hraða. Það er einmitt þannig sem Níðhöggur kemur
19 Um tímann og sýn völvunnar sjá ennfremur Mundal (1989:215).