Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 87
SKÍRNIR
HVAÐ MERKIR ÞJÓÐTRÚ?
81
að fram til 1900 er merkingin ríkistrú eða þjóðkirkja ríkjandi um
orðið þjóðtrú.
Elsta dæmi sem fundist hefur um orðið þjóðtrú eða öllu held-
ur þjóðtrúarfræði í yngri merkingunni (folklore) er í einkabréfi
frá Ólafi Davíðssyni til föður síns árið 1884:
Þjóðsögurnar, gáturnar, þulurnar etc. eru kepphestur minn um þessar
mundir og hafa reyndar alltaf verið. Það er undarlegt að vera mest inter-
esséraður fyrir náttúrufræði og þjóðtrúarfræði. Maður skyldi þó halda,
að þær ættu ekki miklum mun betur saman en Jehovah og Belsebubbur,
en sú verður oft raunin á, að extrema se tangunt [andstæður mætast] og
þau undarleg í mannssálunni.7
Hið sama kemur fram í bréfi frá Ólafi til Jóns Arnasonar árið
1886: „Nú er eg með því marki brenndur, að eg ann engri fræði
eins og þjóðtrúarfræði okkar Islendinga og get aldrei þagað, þeg-
ar um hana er að ræða.“ Opinberlega notar Ólafur orðið þjóðtrú
fyrst í þessari merkingu á nokkrum stöðum í inngangi að
Islenzkum skemmtunum árið 1888. Aftur gerir hann það í minn-
ingargreinum um sagnasafnarana Gísla Konráðsson og Magnús
Grímsson árin 1894 og 1895.8
Næsti maður til að nota orðin þjóðtrú og þjóðtrúarhugmynd í
þessari merkingu á prenti er kunningi Ólafs, Sæmundur Eyjólfs-
son guðfræðingur og búfræðingur. í grein með yfirskriftinni
„Þjóðtrú og þjóðsagnir“ í Tímariti Hins íslenska bókmennta-
félags 1891 segir hann meðal annars:
Já, það var lengi viðkvæðið, að þjóðtrú og þjóðsagnir væru ekkert annað
en ómerkilegar kerlingabækur, og enginn menntaður maður gæti gjört
svo lítið úr sér að gefa gaum að þeim. Það er fyrst á þessari öld, að ýmsir
fræðimenn hafa orðið til þess að líta nokkuð öðruvísi á þetta. Á þessari
öld hafa ýmsir kannast við, að þjóðtrúin og þjóðsagnirnar hefðu í sér
fólgna marga og dýrmæta fjársjóði, sem nauðsynlegt væri að grafa upp
og bjarga frá glötun.9
7 Ólafur Davíðsson. Ég Ixt alltfjúka, Rv. 1955, 121.
8 Úr fórum Jóns Árnasonar II, Rv. 1951, 281. - Ólafur Davíðsson. íslenzkar
skemtanir, Kh. 1888-1892, 2, 4, 31-32. - Sunnanfari IV, 26; V, 58.
9 Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags 1891, 97, sbr. 107.