Skírnir - 01.04.1996, Page 89
SKÍRNIR
HVAÐ MERKIR ÞJÓÐTRÚ?
83
Orsakir merkingarbreytingar
Ljóst má vera af framansögðu að þeir Olafur Davíðsson og Sæ-
mundur Eyjólfsson eru upphafsmenn þeirrar merkingarbreyting-
ar orðsins þjóðtrú sem varð ofan á um aldamótin og hér hefur
verið rakin. Báðir dóu þeir ungir, Sæmundur 35 ára 1896 en Ólaf-
ur 41 árs 1903. Meistari þeirra og frumkvöðull að söfnun þjóð-
legra fræða, Jón Arnason, notaði hinsvegar aldrei orðið þjóðtrú.
Það kemur ekki fyrir í þjóðsögum hans og hvorki í formála hans
né eftirmála að þeim.
Jón Árnason talaði feimnislaust um bábiljur, hégiljur, hindur-
vitni, hjátrú, kreddur og kerlingabtskur og annað í þeim dúr.
Frummerking hinna fyrstnefndu mun helst vera þvabur, furbu-
sagnir og fjarlægur vitnisburbur en orðið hjátrú var auðsæilega
litað af kristilegum rétttrúnaði. Það merkti aðra trú en hina einu
sönnu biblíutrú, og var þegar af þeim sökum syndsamleg á dög-
um ný-rétttrúnaðarins sem ríkti innan íslensku kirkjunnar mest-
alla 19. öld eftir dauða Magnúsar Stephensens dómstjóra 1833.12
Ástæða er til að velta fyrir sér orsökum þess að sporgöngu-
menn Jóns Árnasonar kusu að velja sömu fyrirbærum annað
heiti. Upphaflega virðist um að ræða einskonar fegrunaryrði eða
„eufemisma". Ólafi Davíðssyni virðist hafa þótt öll fyrrnefnd orð
Jóns heldur niðrandi um þá göfugu andlegu afurð sem Jón Árna-
son hafði þó sjálfur nefnt „skáldskap þjóðarinnar". Helst er svo
að sjá sem Ólafur hafi tekið upp hið hljómþýða orð þjóðtrú til
samræmis við orðið þjóðsaga.
Það orð átti sér reyndar ekki heldur langa sögu. Upphaflega
sést það notað í merkingunni þjóðarsaga í frétt um Arbækur
Espólíns í Fjölni árið 1837 og nokkrum sinnum í sömu merkingu
á næsta áratug.13
Jón Árnason stingur hinsvegar upp á að nota orðið um sög-
urnar sem safnast höfðu til hans. Hann segir í bréfi til Konráðs
Maurers árið 1860:
12 Ásgeir Blöndal Magnússon. íslensk orðsifjabók, Rv. 1989, 35, 313, 328. Sbr.
Pétur Pétursson. Church and Social Change, Rv. 1990, 87-146.
13 Fjölnir III 2, 29. Sbr. Skímir 1845, 26; Reykjavíkurpósturinn II, 137.