Skírnir - 01.04.1996, Qupperneq 90
84
ÁRNI BJÖRNSSON
SKÍRNIR
Ef safnið kemst nokkurntíma frá mér, sem eg er nú farinn að verða von-
góður um, „hvað á þá barnið að heita?“ Sýnist yður það ekki, að það
hefði aðaltitilinn Alþýðleg fornfræði, úr því það er í ráði, að það verði
ýmislegs efnis; fyrsti kaflinn sögulegur, mætti hann þá ekki heita Þjóð-
sögur Islendinga, á titlinum sem honum heyrði til (special titlinum).14
Áður hafði Jón Árnason notast við orð eins og alþýðusögur og
munnnuelasögur. I samræmi við boðsbréf norræna fornfræðafé-
lagsins frá 1846 hugsaði hann sér einnig í fyrstu að nota orðið
alþýðleg fornfraði um allt safnið sem upphaflega átti að rúma
allskyns sögur og ýmsa siði, leiki, kveðskap, átrúnað og fleira sem
eftir dauða Jóns birtist að nokkru leyti í bókum frænda hans,
Ólafs Davíðssonar.15
Nýyrðið þjóðsaga má vissulega kallast nokkuð hæpin þýðing
á orðum eins ogfolkesagn á öðrum Norðurlandamálum,/oÆ tale
á ensku eða Volkssage á þýsku. I þeim tungumálum er sá munur á
orðunum folk og nation, að folk merkir nánast alþýða en nation
íbúar tiltekins ríkis. Á íslensku getur orðið þjóð merkt hvort
tveggja, enda hafa hingaðtil ekki aðrar þjóðir en Islendingar búið
á Islandi svo að neinu næmi. Því er eðlilegt að við tölum um
Þjóðarbókhlöðu, Þjóðleikhús, Þjóðminjasafn, Þjóðskjalasafn,
þjóðarbúskap og Þjóðhagsstofnun þótt eins mætti hafa lands- eða
ríkis- fyrir framan.
Hið mikla sagnasafn sýnist hafa fært Jóni Árnasyni heim
sanninn um að sömu eða áþekkar sögur voru til í ýmsum gerðum
um allt land og þekktust jafnt meðal múgamanna sem embættis-
manna, enda voru skrásetjarar hans aðallega bændur og prestar.
Því gat jafnvel verið réttlætanlegra að tala um þjóðsögur en al-
þýðusögur, einkum ef embættismenn vildu ekki láta telja sig til
alþýðu. Hvorki Jón né helstu samverkamenn hans, Guðbrandur
Vigfússon og Jón Sigurðsson, stungu nokkru sinni upp á orðinu
þjóðtrú, kannski vegna þess að þeir töldu fyrirbæri af því tagi
14 Úrfórum Jóns Árnasonar I, 200.
15 íslenzkar þjóðsögur og xvintýri. Safnað hefir Jón Árnason. Ný útgáfa. Rv.
1954-1961, II, xxxiv. - Úr fórum Jóns Árnasonar I, 129, 143, 200. - Islenzkar
gátur, skemtanir, vikivakar ogþulur I-IV. Safnað hafa Jón Árnason og Ólafur
Davíðsson. Kh. 1888-1903.