Skírnir - 01.04.1996, Síða 91
SKÍRNIR
HVAÐ MERKIR ÞJÓÐTRÚ?
85
ekki eins mikla sameign þjóðarinnar og sögurnar. Ekki notuðu
þeir heldur orðið alþýðutrú, enda mætti þá hafa grunað að alþýða
manna væri ekki miklu hégilj ufyllri en lærðir menn.
Þjódsögur og trúarhugmyndir
Grunnurinn að staðhæfingum um einhverja allsherjar þjóðtrú Is-
lendinga er vitaskuld hinn mikli auður þjóðsagna af ýmsum toga.
En þjóðsögur þurfa síður en svo að vera vitni um almenna lifandi
þjóðtrú. Þær eru í eðli sínu öðru fremur afþreying, munnlegt
skemmtiefni, barnagaman, uppeldisfræði, viðvaranir, kímni, dæmi-
sögur, lífsspeki, skáldskapur og fagurfræði. Þetta vissu braut-
ryðjendurnir sem í upphafi söfnuðu sögum, munnmælum og
öðru alþýðlegu fróðleiks- og skemmtiefni.
Jón Árnason kvaðst í formála sínum að Islenzkum þjóðsögum
og ævintýrum ekki trúa slíkum sögum, en eins og áður var minnst
á segir hann af mikilli ást og virðingu að þær séu „skáldskapur
þjóðarinnar og andlegt afkvæmi hennar öld eftir öld“. Hann segir
líka að munnmælin sýni „ímyndunarafl þjóðarinnar sem ávallt
skapar og yrkir“. Formáli Jóns var hinsvegar ekki prentaður árið
1862. Guðbrandur Vigfússon, sem sá um prentunina suður í
Leipzig, sagði að hann hefði borist of seint. Jón skrifaði þá eftir-
mála við síðara bindið árið 1864, en hann kom líka um seinan svo
að Maurer setti sjálfur stuttan eftirmála og lista yfir sögumenn. I
eftirmála sínum sagði Jón meðal annars:
Eg ætlast til að enginn sé svo blindur að trúa þeim sögum sem ganga
mann frá manni fótalausar, margvíslega afbakaðar, og sem eru einber
diktur. [...] Vér könnumst allir við misheyrn, ofsjónir, drauma, einnig
hversu eðlilegan kraft öflug orð geta haft og hvað lítið skapar sögu, sem í
fyrstu er rétt eðlileg, en sem eins og skáldið Virgilíus segir um gyðjuna
Tama, vex óðum, þó lítil sé fyrst og verður að galdrasögu þegar minnst
varir.
Jón hafði greinilega nokkrar áhyggjur af því að útgáfa sagnanna
kynni að auka á hégiljur vegna þess veikleika manna að vilja trúa
öllu sem komið er á prent. í bréfi til Konráðs Maurers 24. apríl
1864 segir hann um eftirmála sinn sem komið hafði „um seinan“: