Skírnir - 01.04.1996, Page 92
86
ÁRNI BJÖRNSSON
SKÍRNIR
Eg hlakka til að sjá eftirmálann yðar; minn mátti missa sig að einu leyti,
en þó hafði eg samið hann til þess að hann skyldi bera það með sér, að
sögurnar væri ekki sannar, eða eg áliti þær ekki sannar, en eg samdi hann
vegna alþýðumanna þeirra sem halda að allt sé heilagur sannleiki sem
prentað er.
Jón var ekki einn um slíka þanka. Sumum heimildamönnum hans
þótti þetta líka áhorfsmál. Guðmundur Einarsson á Geitaskarði
skrifar Jóni 24. júlí 1864. Hann hefur þá fengið þriðja heftið af
þjóðsögunum og er að öllu samanlögðu ánægður með þær en rís
þó nokkuð hugur við þegar kemur að sannfræðinni:
Villir það þó sjónir alþýðu manna, sem hér á landi er svo gefin fyrir
sagnafræði, að menn deila loksins eigi rétt frá röngu, og slíkt hefir einnig
svo víða slæðst inn í fornsögur vorar og þar hina eiginlegu sagnafræði
(sbr. þátt Orms Stórólfssonar og ótal margt fleira); eg tala ekki um þó
menn sé nefndir til sögunnar sem til hafa verið eða til eru enn, og eitt-
hvað gjörist það í sögunni sem lýtur að hjátrú eða þess háttar, svo sem að
þeir hafi verið margfróðir eða glímt við drauga eða kveðið niður drauga
eða annað þar á borð við, því það eru hégiljur og verða aldrei annað en
hégiljur, sem við (eins og allar þjóðir og á öllum tímum) höfum nokkurn
snefil af, og ekki síst við, sem enginn getur annað sagt en séum nokkuð
hneigðir til skáldskapar.16
Fullyrbingar um hjátrú fyrri alda
Ljóst er að marga safnendur þjóðsagna og annarra þjóðlegra
fræða hérlendis og erlendis um miðja 19. öld gerði bæði sárt og
að klæja við þá iðju. Sem upplýstir kristnir raunsæismenn vildu
þeir ekki stuðla að endurvakningu eða viðhaldi þeirrar hjátrúar
sem þeir töldu fólk á fyrri öldum hafa verið uppfullt af. Á hinn
bóginn hörmuðu þeir hversu lítið væri eftir af henni því þeir
töldu að fyrir bragðið yrði minna úr söfnun „þjóðlegra fræða".
Ástæða er til að prófa þá staðhæfingu að fólk hafi á öldum áður
almennt trúað á huldar vættir.
Ekki virðist þetta eiga við fyrstu aldir Islands byggðar. Álfar
eru reyndar nefndir í eddukvæðum og í Gylfaginningu er minnst
á ljósálfa á himni og dökkálfa í jörðu niðri. Einskonar tröllum
bregður fyrir í hinum ævintýralegu fornaldarsögum en í Islend-
16 Islenzkar þjóðsögur og œvintýri I, xvii, xxiii; II, xxxviii, 561. - Ur fórurn Jóns
Árnasonar II, 47-50, 54-55.