Skírnir - 01.04.1996, Page 95
SKÍRNIR
HVAÐ MERKIR ÞJÓÐTRÚ?
89
Katólskar skriftir virðast þannig hafa verkað líkt og styrkjandi
viðtöl í sálrænni meðferð nú á dögum. Afnám þeirra kann að hafa
valdið grósku ýmissa furðuhugmynda. I öðru lagi reið galdrafárið
yfir sunnan úr Evrópu. Aróðursmenn og formælendur þess voru
samt ekki alþýðumenn heldur einstakir lögmenn og prestar. Að
sjálfsögðu hefur tekið nokkrar kynslóðir að uppræta með öllu þá
ógn sem innræting og bein framkvæmd galdrafársins höfðu
valdið.21
Á síðari öldum kemur í ljós að svo langt sem rakið verður
virðast menn á hverjum tíma hafa trúað á hjátrú fyrri alda manna
en álíta hana sem næst útdauða á sínum eigin samtíma. Magnús
Stephensen, samtíðarmaður Jóns Espólíns, taldi til dæmis að
draugar hefðu næstum dáið út um sína daga í lok 18. aldar. Á
hinn bóginn áleit hann naumast óhætt að ferðast óvopnaður um
hálendið vegna hugsanlegra útilegumanna, enda höfðu Fjalla-
Eyvindur og Halla enn verið á lífi meðan Magnús var í bernsku.22
Þýski lagaprófessorinn og íslandsvinurinn Konráð Maurer
ferðaðist um Island og safnaði sögum sumarið 1858. Hann átti
manna mestan þátt í að þjóðsögur Jóns Árnasonar komust á
prent, en segir í formála sinnar eigin bókar um íslenskar alþýðu-
sögur sem út kom á þýsku árið 1860, tveim árum á undan þjóð-
sögum Jóns Árnasonar:
Alveg eins og hjá okkur í Þýskalandi er trúin á mikinn hluta alþýðu-
sagna, einkanlega goðfræðisögur, þegar þorrin á Islandi. í mesta lagi ein
og ein gömul kona eða einstaka sérvitringur eins og t.d. Ólafur Sveins-
son bóndi í Purkey, sem látinn er fyrir fáum árum, trúir enn á tilveru
álfa, trölla og annarra meinvætta. Á sumar aðrar sögur svo sem af draug-
um og göldrum leggur sumt einfalt og lítt menntað fólk samt nokkurn
trúnað líkt og hjá okkur.23
Jónas frá Hrafnagili lætur hinsvegar svo sem hjátrú sé fyrst að
deyja út um sína daga snemma á 20. öld:
21 Sbr. Ólafur Davíðsson. Galdur og galdramál á íslandi. Rv. 1940-1943. - Jónas
Jónasson frá Hrafnagili. íslenzkirþjóðhættir, 404-405.
22 Magnús Stephensen. Eptirmæli átjándu aldar. Leirárgörðum 1806, 594. -
Ebenezer Henderson. Iceland or the Journal of a Residence in that Island
during the Years 1814 and 1815. Edinburgh 1819, 427.
23 Islándische Volkssagen der Gegenwart. Leipzig 1860, viii.