Skírnir - 01.04.1996, Blaðsíða 97
SKÍRNIR
HVAÐ MERKIR ÞJÓÐTRÚ?
91
Á það má vissulega fallast að fólk sem trúir á dularfull fyrir-
bæri sé yfirleitt skemmtilegra en hinir sem kallast normal, og það
er leitt að slíkir menn skuli ekki vera enn fleiri. En í samræmi við
þann boðskap að allur þorri almennings hafi trúað á þvílík undur
og til að viðhalda því notalega hugarflugi hefur nánast verið talin
skylda að kalla allar dulrænar hugmyndir hinu virðulega nafni
þjóðtrú en forðast nafngiftir sem hugsanlega þættu niðrandi.
Sakir þessarar innrætingar meðal síðustu kynslóða hafa senni-
lega aldrei fleiri Islendingar verið veikir fyrir dulhyggju en
einmitt nú um stundir, nema ef vera skyldi á 17. öld. Að auki er
hér um að ræða alþjóðlegt fyrirbæri á tækniöld. Stórir hópar fyll-
ast firringu í garð samfélagsins og vilja ekki aðlagast því. Sumir
leita hugsvölunar í vímuefnum, aðrir leitast við að ná tölvusam-
bandi á veraldarvef við fólk á sem fjarlægustum slóðum, og enn
aðrir sækja í samneyti við dularverur og máttarvöld í hólum,
klettum, jöklum og á framandi hnöttum.
Fyrirspurnir þjóðháttadeildar
í upphafi greinar var þess getið að Þjóðminjasafn íslands hefði í
meira en aldarþriðjung ástundað skipulega söfnun heimilda um
íslenska þjóðhætti. Þjóðháttadeild safnsins hefur verið í stöðugu
sambandi við nokkur hundruð heimildamenn, einskonar úrtak
fólks frá öllum byggðum landsins, sem flest er að jafnaði á aldrin-
um 70-90 ára. Tala heimildamanna á þessu árabili skiptir orðið
þúsundum. Elstu heimildamenn þjóðháttadeildar voru fæddir um
1870 en ömmur þeirra og afar, sem þau gátu munað eftir, voru
fædd snemma á 19. öld.
í þessari heimildasöfnun hefur ekki verið sóst eftir spennandi
furðusögum til að koma í verð, heldur frásögnum af daglegu lífi
upp og ofan. Við hvert efnisatriði, sem leitað var upplýsinga um,
hefur þó ævinlega verið hnýtt spurningum um það hvort nokkur
trú væri tengd því, hvort sem um var að ræða torfristu, umhirðu
búpenings, ullarvinnu, ljós og eld, heyskap, andlát og útfararsiði,
hátíðabrigði og hvaðeina sem nöfnum tjáir að nefna.
Smám saman fór að vekja athygli að það voru yfirleitt langt
innan við tíu af hundraði þessa gamalfróða og samviskusama
fólks, sem virtust hafa einlæga trú á tilveru huldra vætta. Ekki