Skírnir - 01.04.1996, Page 99
SKÍRNIR
HVAÐ MERKIR ÞJÓÐTRÚ?
93
glannaskap. Erlendir og innlendir fjölmiðlar hafa stundum túlkað
niðurstöður hennar svo að 50-80% þjóðarinnar trúi á drauga og
huldufólk. Sú útkoma er fengin með því að bæta við hina tiltölu-
lega fáu ósviknu huldufólks- og draugatrúarmenn öllum þeim
sem trúa á drauma, fyrirboða, álagabletti, tengsl við framliðna,
huglækna, stjörnuspeki og jafnvel einnig þeim sem ekki afneita
algjörlega þeim möguleika að eitthvað yfirnáttúrlegt kunni að
eiga sér stað.
Slíkt er auðvitað fráleit aðferð. Þar hefur efinn verið tekinn til
marks um samþykki, auk þess sem það er lagt saman sem að réttu
lagi ætti að ganga hvert upp í annað. Til dæmis má telja líklegt að
flestir þeirra sem trúa á huldufólk taki einnig mark á draumum,
en harla óvíst er að allir sem viðurkenna berdreymi séu einnig
álfatrúar. Þetta leiddi könnunin reyndar nokkuð skýrt í ljós.26
Efabyggja
Líf kynslóðanna í hinni óstöðugu íslensku náttúru kann að hafa
kennt landsmönnum að efast um, að nokkuð væri stöðugt eða
óbreytanlegt, heldur gætu ótrúlegir hlutir gerst: eyjar risið úr hafi
og horfið aftur, menn vaknað upp við að tún þeirra og engjar
væru skyndilega hulin ösku eða hrauni, jökulflóð hefðu sópað
burt heilu byggðarlagi eða bæir hrunið í hálfri sveit af völdum
jarðskjálfta. Það hefði ekki verið að undra þótt sálmur Lúters
„Vor Guð er borg á bjargi traust" gæti næstum hljómað sem
kaldhæðni í eyrum þessa fólks.
Þetta gæti verið ein ástæða þess að Islendingar eru upp til
hópa tregir til að afneita yfirnáttúrlegum hlutum með öllu. Þeir
hafa vanist því kynslóðum saman að vera ekki of vissir í sinni
sök, útiloka ekki fortakslaust hið ótrúlega og treysta ekki ein-
vörðungu á hin viðurkenndu ófullkomnu skilningarvit. Því bar
að virða gömul varnaðarorð, ef mönnum var það útlátalaust, jafn-
vel þótt menn hvorki skildu þau né tryðu þeim beinlínis. Hér
gilti sú óskráða regla: „Það er aldrei að vita.“ Jafnvel einlægir
upplýsingarmenn geta fyrr og síðar átt til að segja líkt og Eggert
Ólafsson á miðri 18. öld.
26 Erlendur Haraldsson. Þessa heims og annars. Rv. 1978, 7-30.