Skírnir - 01.04.1996, Page 100
94
ÁRNI BJÖRNSSON
SKÍRNIR
[...] þótt ekki beri að trúa sögnum um ára og galdra, sem hjátrú og sjúkt
ímyndunarafl hefir skapað, þá er einnig rangt að fara út í þær öfgar á
hinn veginn að afneita því með öllu, að andar séu til og að áhrifa þeirra
geti gætt. Því að slíkt er að bera brigður á orð guðs og að samþykkjast
skaðlegri villu, aðeins vegna þess að vor takmarkaða skynsemi og ófull-
nægjandi heimspeki getur ekki gefið skýringar á þeim hlutum, sem vor
alvísi skapari hefir talið, að væri mönnunum fyrir beztu að halda
leyndum.27
Eins og áður sagði virðist svipuð efagirni hafa verið uppi á ten-
ingnum, þegar Jón Arnason hóf þjóðsagnasöfnun sína um miðja
síðustu öld. Það voru Jóni engin vonbrigði. Aðalatriðið fyrir
hann var að í flestum sveitum fundust að lokum einstaklingar
sem kunnu að segja eða skrá munnmælasögur. Nafngreindir
heimildamenn Jóns voru þó ekki nema innan við fjögur hundruð
talsins eða hálft prósent þjóðarinnar. Engu að síður tókst þeim á
nokkrum áratugum að ná saman einu glæsilegasta þjóðsagnasafni
í heimi.
Samt væri heldur en ekki ógætilegt að túlka allan sagnauð og
frásagnargleði íslendinga endilega sem almenna þjóðtrú. Frá okk-
ar dögum má taka Þórberg Þórðarson sem dæmi um þetta efni.
Hann kunni að segja listilega frá yfirnáttúrlegum fyrirbærum sem
hann kvaðst sjálfur trúa á. Þórbergur var samt langt frá því að
vera dæmigerður fyrir allan þorra Islendinga. Lifandi frásagnir
hans valda því hinsvegar að nú á dögum halda sumir að meira hafi
verið um vættatrú í Suðursveit en annarstaðar á landinu.28
Bernskuminningar
Hina lífseigu hugmynd um að fólk á fyrri tíð hafi jafnan verið
langtum hjátrúarfyllra en samtímamenn má að öllum líkindum
rekja til spurulla barna og stundum hugmyndaríkra viðmælenda
þeirra. Börn spyrja margs sem enginn á rökrétt svör við. Sumir
leitast samt við að skálda handa þeim einhverja skýringu, bæði til
að þóknast þeim og svala eigin hugarflugi, auk þess sem sífellt er
gripið til eldri sagna.
27 Eggert Ólafsson. Ferðabók, Rv. 1974, 281.
28 Sjá t.d. nýlegt dæmi í Árbók Ferðafélags íslands 1993, 25.