Skírnir - 01.04.1996, Page 110
104
ÁRNI BJÖRNSSON
SKÍRNIR
hyggja nýrómantískra fræðimanna frá því um og eftir síðustu
aldamót sem með þessu móti heimfærðu skáldlegt hugarflug
skemmtilegs minnihluta upp á þjóðina alla.
Það er leitt að þurfa að amast við þessu hlýlega orði sem mað-
ur er alinn upp við. Undan því verður þó naumast vikist öllu
lengur vegna ofnotkunar þess um allskyns tímabundin eða ný-
innflutt fyrirbæri af hálfu ýmissa aðilja svosem fjölmiðlunga,
ferðaútgerðarmanna og svokallaðra nýaldarsinna. Nógu slæmt er
að orðið skuli vera villandi um merkilegar frumhugmyndir sem
kunna að hafa erfst frá alda öðli meðal manngerða sem eru nátt-
úraðar fyrir slíkar hugleiðingar. Verra er að klína því á hvaða inn-
flutta eða uppdiktaða söluvöru sem vera kann.40
Enn skal það áréttað að Jón Arnason kallaði munnmælin á
sínum tíma skáldskap þjóðarinnar sem sprytti af sífrjóu ímynd-
unarafli hennar. Við fáum líka seint fullþakkað öllu því sagna-
glaða fólki ásamt sjáendum og heyrendum sem hafa skilað þessu
margslungna efni til okkar. Því er verðugt íhugunarefni hvort
ekki sé kominn tími til þess að taka undir orð forvígismannsins
um hið alþýðlega hugarflug, að minnsta kosti í okkar eigin hóp,
hvað sem okkur kann að henta að segja túristum.
Sennilega er orðið um seinan að lagfæra þann ofskilning sem
lagður hefur verið í orðið þjóðtrú síðustu hundrað ár. Það er
samt vinsamleg ábending til allra þeirra sem um þessi efni ræða
og skrifa að nota orðið sparlega til að gera þeim meirihluta þjóð-
arinnar ekki rangt til sem ekki trúir á huldar vættir eða önnur
dulmögn, hvað þá gnóma og blómálfa, þótt svo hann kunni að
hafa vinsamlega afstöðu til allra slíkra fyrirbæra. Tölum heldur
blátt áfram um trú á álfa, drauga, fyrirboða, forspár, draumvitr-
anir, huldulækna, stjörnuspár, forlög, álagabletti, galdra, náttúru-
dýrkun, forneskju og hvað eina eftir því sem við á hverju sinni
eða köllum það einu nafni furðutrú, en hlífumst við að tönnlast á
orðinu þjóðtrú í tíma og ótíma.
40 Af ásettu ráði er hér ekki vísað í tiltekin dæmi. Það gæti verið ósanngjarnt að
draga fram einstakar nýlegar uppákomur án þess að rekja sögu þessa fyrirbær-
is síðustu hálfa öld. Þeir verða að taka sneið sem eiga.