Skírnir - 01.04.1996, Page 114
108
BRYNHILDUR INGVARSDÓTTIR
SKÍRNIR
landamæra fræðigreinarinnar. Þar sem „sagnfræðin er vísinda-
grein, þarf hún ekkert á hjálp listarinnar að halda" (Stone, 4).
Þetta viðhorf er einnig gamalt, runnið frá helsta postula pósití-
vismans í sagnfræði, Leopold von Ranke (1795-1886).6
Sökum þess hve sagnfræðingar hafa lagt litla rækt við fram-
setningu, virðist rannsóknarsagnfrœdin aðeins vera skrifuð fyrir
aðra sagnfræðinga. „Lesendur sagnfræðingsins eru ekki lengur
menntaðir leikmenn, heldur starfsbræður hans og með aukinni
sérhæfingu getur hann raunar aðeins skiptst á skoðunum við fáa
þeirra“ (Connell-Smith og Lloyd, 37). Sagnfræðin missti þannig
tengslin við almenning enda gáfu rannsóknarsagnfræðingar lítið
fyrir gagnsemi og hlutverk hennar í samfélaginu. Reyndar virðist
notagildi sögunnar hafa lent utan við sagnfræðina og gleymst þar,
allt frá því að Ranke skilgreindi hlutverk hennar sem vitnisburð
um „hvernig fortíðin sannarlega var“ („wie es eigentlich gewesen
war“) en ekki sem það að draga lærdóma af sögunni til leiðsagnar
fyrir nútímann (Marwick 1991, 40). í það minnsta ræða sagn-
fræðingar sjaldnast hvort niðurstöður rannsókna þeirra nái út í
samfélagið, hvað þá hvort þær hafi einhver áhrif þar.7
Þessi vísindalega skilgreining á sögunni, sem gerir rannsókn-
ina hið mikilvægasta í störfum sagnfræðingsins, felur hins vegar í
sér fleiri einkenni raunvísindanna. Aukin sérhœfing er eitt þeirra.
Tilgangur vísindanna er að komast að sannleikanum um við-
fangsefnið, afla öruggrar vitneskju um það sem rannsakað er.
Nú er auðveldara að sanna staðreyndir um smá atriði en stór. Því hefur
iðja [...] [rannsóknarjsagnfræðinga orðið sú að leita öruggrar vitneskju
um eitthvað sem enginn hefur áhuga á að vita, nema í mesta lagi einn eða
tveir aðrir sagnfræðingar. (Gunnar Karlsson 1990, 178)
Sagnfræðingarnir Connell-Smith og Lloyd taka í sama streng. Að
þeirra mati eru rannsóknarsagnfræðingar ekki almennir fræðingar
um fortíðina, heldur sérfræðingar f mjög þröngum og einangruð-
um sviðum hennar, jafnvel einstökum atburðum (35).
6 Sbr. Ríisen, 19.
7 Sjá t.d. Gunnar Karlsson 1991, 134 og Connell-Smith og Lloyd, 29-30.