Skírnir - 01.04.1996, Page 120
114
BRYNHILDUR INGVARSDÓTTIR
SKÍRNIR
opinberum vettvangi. Greinaskrif um efnið í fræðileg tímarit eða
skoðanaskipti hafa verið harla fátækleg undanfarin ár. Raunar má
aðeins finna eina ærlega „ritdeilu" um söguheimspeki á síðustu
tíu árum, skrif þeirra Gunnars Karlssonar, Þorsteins Siglaugsson-
ar og Más Jónssonar í Skírni árin 1990 til 1994.9 Þar deila greina-
höfundarnir um markmið, aðferðir og sannleika sagnfræðinnar. I
helsta fagtímariti stéttarinnar, Sögu, sem Sögufélag gefur út, er að-
eins að finna eina grein á þessu tímabili sem fjallar um aðferðir og
vinnubrögð í sagnfræði, „Varnaðarorð um kristnisögu" eftir
Gunnar Karlsson, sem birtist árið 1991. Hvort þar er um að kenna
ritstjórnarstefnu eða áhugaleysi sagnfræðinganna sem senda inn
efni veit ég ekki, en hver sem ástæðan er virðist söguheimspeki
ekki eiga upp á pallborðið hjá íslenskum sagnfræðingum. Nema ef
vera skyldi að hér á landi væru einungis starfandi sagnfræðingar
„sem eru nægilega trúir fræðigrein sinni til þess að eyða ekki tíma
sínum í að grufla út í heimspeki hennar" (Gunnar Karlsson 1979,
147, leturbreyting hér).
Sögufélag gefur reyndar út annað tímarit, Nýja Sögu, og þar
hefur brugðið fyrir greinum sem fjalla um fræðigreinina sjálfa í
einhverri mynd. Greinarnar eru þó ekki nema fjórar: Skiptar
skoðanir Nýrrar Sögu 1990 um „Sagnfræði: listgrein eða vís-
indi?“, greinin „Sögusiðfræði“ árið 1991, hringborðsumræður í
sama hefti um sögu og sjónræna miðla og loks Sjónarhóll Nýrrar
Sögu 1993, „Hvernig stendur sagnfræðin?“ Auk þess var birt við-
tal við Gunnar Karlsson prófessor árið 1989 um kennslubækur í
sögu, „Af bókum: ,Ég er að gefa þjóðinni sögu.‘“ Þriðja tímaritið
um söguleg efni er Sagnir, tímarit sagnfræðinema. Á síðustu tíu
árum má finna greinar um sagnfræði sem fræðigrein í tveimur ár-
göngum þess.10 I níunda árgangi er grein um innlifunarkenningu
Collingwoods, hringborðsumræður um sagnfræði og fjölmiðlun,
auk þriggja hugleiðinga um söguritun fyrirtækja, ævisöguritun og
byggðasöguritun. I fjórtánda árgangi er grein um tengsl mann-
9 Gunnar Karlsson (1990; 1993; 1994). - Þorsteinn Siglaugsson (1992; 1993). -
Már Jónsson (1992).
10 Þess má einnig geta að fyrstu tveir árgangar Sagna eru að nokkru leyti helgað-
ir umræðu um fræðigreinina, enda er útgáfa tímaritsins að hluta til afsprengi
umræðunnar um alþýðlegri framsetningu sagnfræðilegs efnis.