Skírnir - 01.04.1996, Side 121
SKÍRNIR
HVAÐ ER Á SEYÐI í SAGNFRÆÐINNI?
115
fræði og sagnfræði, önnur um lögfræði og sagnfræði, auk greinar
um sagnfræði og skáldskap.11
Þessar fáeinu greinar duga hins vegar engan veginn til þess að
rannsaka viðhorf íslenskra sagnfræðinga til greinarinnar. Þær ein-
skorðast við of fáa sagnfræðinga til þess að gefa rétta mynd af
heildinni, auk þess sem fæstar greinanna snerta grundvallarhug-
myndir um eðli og tilgang söguritunar. Þess vegna hef ég þurft að
leita í aðrar heimildir eftir vísbendingum um almennt viðhorf ís-
lenskra sagnfræðinga til fræðigreinarinnar og iðkun hennar, það
er í ritfregnir Sögu.12
Til þess að skoða sjálfsmynd sagnfræðinnar eins og hún birtist
í skrifum sagnfræðinga las ég ritfregnir síðustu tíu ára. Þannig
fékkst nothæft úrtak til könnunar á hugmyndum sagnfræðinga
um fræðigreinina. Ritfregnir Sögu ættu líka að gefa ágæta mynd,
því að þær eru veigamikill bálkur í tímaritinu ár hvert.13 Fjöldi
ritfregnanna á þessu tímabili er 145 og er meðaltalið því ríflega
fjórtán á ári. Eg las hins vegar aðeins þær 115 ritfregnir sem skrif-
aðar voru af sagnfræðingum, enda var ég aðeins að leita að vís-
bendingum um söguheimspeki sagnfræðinga.14 Nú má spyrja
hvort ekki hefði verið betra að ganga hreint til verks og taka við-
töl við þessa sömu höfunda. Hættan við slík viðtöl er hins vegar
11 í Tímariti Máls og menningar eru á þessu tímabili örfáar greinar sem fjalla um
söguheimspeki og aðferðir sagnfræðinnar: Einar Már Jónsson, „Hugarfars-
saga“ (1986), Páll Skúlason, „Sagan og tómið“ (1989), auk greinar Þórunnar
Valdimarsdóttur (1989a) og ritdóms Más Jónssonar um Snorra á Húsafelli
(1990) sem fjallað er um síðar í þessari grein.
12 Reyndar hefur verið skrifuð grein um ritdóma sagnfræðirita, „Svart-hvít
gagnrýni“, sem birtist í Nýrri Sögu árið 1990. Þar fjallar Margrét Guðmunds-
dóttir um ritdómana sem birtast í dagblöðum, en þá segir hún vera mjög slaka
og merkingarlitla. Ritdómarana skorti yfirleitt þekkinguna til þess að skrifa
um sagnfræði af kunnáttu, sem og tímann sem þarf til þess að afla hennar. í
flestum ritdómunum sé því aðeins rakið efni bókanna. Að mati Margrétar er
harðduglegum sagnfræðingum, sem stunda fræði sín af engu minni heilindum
en aðrir fræðimenn, sýnd lítilsvirðing með þessum vinnubrögðum.
13 Ritfregnirnar taka jafnan tæpan fjórðung af blaðsíðutali hvers tímarits en gæta
ber að því að letur ritfregna er smærra og línubil minna en I meginmáli svo að
rýmka má hlutfallið nokkuð.
14 í eftirfarandi umfjöllun er gengið út frá því að höfundar ritfregna séu trúir
sjálfum sér í skrifum sínum, enda séu þeir þroskaðir fræðimenn sem ekki láti
segja sér fyrir verkum.