Skírnir - 01.04.1996, Page 122
116
BRYNHILDUR INGVARSDÓTTIR
SKÍRNIR
sú að heimildirnar verði varhugaverðar, þar gætu birtst háleitar
hugsjónir sem hvergi sjást í reynd. Sé ætlunin að skoða hvaða
hugmyndir stjórna sagnfræðiiðkun á Islandi í raun duga slík við-
töl skammt.
Dæmisagan...
Jón Jónsson hefur sent frá sér afar fróðlega bók um sögu pípulagna á Is-
landi. Bókinni er skipt niður í fimm kafla og fjallar sá fyrsti um forsögu
pípulagna á íslandi, tímann sem háeðalbornir jafnt sem hjáleigubændur
þurftu að sækja náðhúsin, sumar sem vetur. Eru lýsingar höfundar á
mismunandi aðbúnaði manna í þessum efnum vel unnar og byggja á
traustum grunni heimilda. Annar kaflinn segir svo frá fyrstu pípulögnum
á landinu og hefur höfundur víða leitað fanga í heimildaöflun sinni....
Ekki er ég þó sammála höfundi í öllu og svo vill til að ég þekki Félag
pípulagningameistara og fundargerðir þess vel af eigin raun. Til að
mynda get ég ekki fallist á túlkun höfundar á þeim afleiðingum sem laga-
breytingar félagsins árið 1932 höfðu, auk þess sem hann fer rangt með
nafn sitjandi varaformanns árið 1945. Einnig eru nokkur ártöl málum
blandin, sem skiptir einmitt sköpum hvað varðar túlkun höfundar á
lagabreytingunum frá 1932. ... Nú þykir eflaust einhverjum nóg um at-
hugasemdir undirritaðs og gæti haldið að hér færi meingallað verk. Svo
er þó ekki, enda flestar villur smávægilegar og skipta litlu fyrir heildina.
Ég þori að fullyrða að fengur er að þessari bók og á hún eftir að reynast
mikil fróðleiksnáma þeim er þetta efni vilja kanna. Oll framsetning og
frágangur bókarinnar er með ágætum.
Svohljóðandi ritfregn þekkja vafalaust flestir sem á annað borð
hafa lesið Sögu. Höfundur rekur vandlega efni viðkomandi rits,
minnist á heimildanotkun hér og þar og kannar hvort hún fylgir
settum reglum. Hann gerir athugasemdir við efnið, hvort heldur
stórar eða smáar, veltir við steinum og tínir til villur og í besta
falli tæpir hann á ólíkum kenningum um efnið. Framsetningu
efnisins ræðir hann hins vegar lítið og er hún afgreidd í síðustu
málsgrein, jafnvel í síðustu setningu ritfregnarinnar. Endursögn
efnis er því helsta einkennið á ritfregnunum.15
15 Nú væri hægt að mótmæla þessu með því að benda á að umræddur bálkur
heitir „ritfregnir" en ekki „ritdómar" og því sé efni bókanna rakið. Reyndin
er þó sú að þessar greinar eru einmitt ritdómar, því að undantekningarlítið
snúa höfundar þeirra sér að því eftir endursögn efnis að tíunda villur, stórar