Skírnir - 01.04.1996, Page 123
SKÍRNIR
HVAÐ ER Á SEYÐI í SAGNFRÆÐINNI?
117
Jón Þ. Þór komst svo að orði í ritfregn í Sögu árið 1985:
Engu að síður er ritið allt mjög fróðlegt aflestrar, fræðimennska höfund-
ar vel frambærileg, og honum hefur tekist að ná því, sem mér virðist hafa
verið megintilgangur bókarinnar, að skýra forsendur og þróun þéttbýlis
í Ólafsfirði á árunum 1883-1944. (280)
Höfundi hefur semsagt tekist að koma frá sér efninu á sæmilega
fræðilegan hátt. Jón telur þó ástæðu til þess að finna að nokkrum
tæknilegum atriðum varðandi frágang, svo sem tilvísanakerfi og
bagalegum skorti á skrám í ritinu. Því næst harmar hann að hafa
ekki þekkingu til þess að „gera athugasemdir við sögulega um-
fjöllun höfundar um staðreyndir“ (280). Þess í stað snýr Jón sér
að því að rekja dæmi um það sem hann kallar „ónákvæmni í
framsetningu, og það jafnvel svo, að bagi er að“ (280-81). Á eftir
fylgir villulistinn. Það skiptir því höfuðmáli að mati Jóns hvort
rétt vinnubrögð eru viðhöfð, hvort farið er rétt með heimildir og
hvort höfundur lagði sig raunverulega fram við söfnun þeirra.
Sams konar viðhorf er að finna hjá Sigfúsi Hauki Andréssyni:
Ekki verður betur séð en [höfundur] nýti eftir föngum tiltækar heimildir
og honum takist yfirleitt vel að varpa ljósi á mismunandi tímaskeið og
hliðar í sögu Skagastrandar og mannlífs þar. Þessa sögu setur höfundur
einnig eftir því sem við á í samhengi við innlenda og erlenda atburði. [...]
Hver sá sem reynt hefur, veit hversu feiknamikii og vandasöm vinna það
er að leita uppi heimildir, tína upp úr þeim það sem bitastætt er og raða
síðan brotunum saman í viðeigandi kafla og þætti. Ærið oft er líka vandi
að velja og hafna, þ.e. að ákveða hvað tekið skuli með og hverju sleppt,
og hann er auðvitað mun meiri í tiltölulega stuttu riti eins og því sem hér
um ræðir. [...] Hér virðist þó hafa tekist allvel að þræða hinn gullna
meðalveg. (265)
Fleiri dæmi má finna sem sýna hvílíka ofuráherslu sagnfræð-
ingar leggja á heimildavinnuna. Hreinn Ragnarsson klifar á henni
í ritfregn sinni um Hvalveiðar við Island: „Höfundur notar
og smáar og gera hvers kyns athugasemdir. Þorleifur Friðriksson hefur meðal
annars sagt um þetta efni: „Sú hugverkasyrpa sem þar [í Sögu] er jafn árviss og
ritið sjálft og flokkast undir samheitið „ritfregnir" er sjaldnast aðeins það sem
nafnið gefur til kynna - þ.e.a.s. fregnir um rit. Ritfregnirnar eru oftar en ekki
gagnrýni“(1989, 165).