Skírnir - 01.04.1996, Síða 124
118
BRYNHILDUR INGVARSDÓTTIR
SKÍRNIR
gífurlegan fjölda heimilda og vísar jafnan dyggilega til þeirra neð-
anmáls og á hrós skilið fyrir það. [...] Höfundur leitar víða fanga í
heimildasöfnun sinni, og telja verður natni hans aðdáunarverða"
(270). Hreini verður einnig tíðrætt um mikilvægi nákvæmrar um-
fjöllunar. Hann spyr til dæmis „hvort ekki mætti kafa dýpra og
beita meiri nákvæmni", og bætir síðar við: „Hér hefði þurft ýtar-
legri umfjöllun“ (270). Annars staðar segir hann það vera „nauð-
syn, að upphaf og aðdragandi verði rannsakað betur, ef hægt er
sakir heimildaskorts“ (271).
Björn Teitsson aðhyllist sama viðhorf í einum ritdóma sinna.
Á þeim þremur blaðsíðum sem ritdómurinn spannar, fjallar hann
um nákvæmni höfundar, efni bókarinnar, hvernig því er raðað,
hvernig unnið er úr heimildum, hversu viðamikið efnið er, hverju
hefði mátt sleppa og hvar skorti upplýsingar. Hrósyrðin eru enn
þau sömu:
Ekki fer á milli mála að höfundur hefur lagt geysimikla vinnu í efnisöfl-
un vegna 2. bindis af Sögu Isafjarðar. Leitað er til mjög fjölbreyttra
heimilda, sem sjá má af heimildaskrá, og er bæði vísað til prentaðra rita,
óprentaðra ritheimilda og munnlegra heimilda. (1987, 257)
Hins vegar harmar Björn að honum hafi ekki gefist færi á að bera
bókina saman við hinar fjölskrúðugu heimildir, „í því skyni að
kanna hve traust meðferð Jóns er á efnivið sínum“ (258).
Ritdómur Davíðs Þórs Björgvinssonar um bókina Því dæmist
rétt að vera er sömu ættar. Á sex blaðsíðum rekur ritdómari efn-
ið, gerir athugasemdir við það og heimildanotkunina (259-64).
Annað segir hann ekki um ritið. Heimir Þorleifsson er álíka orð-
fár um bókina Jón Sigurðsson og Geirungar. Hann rekur efni
hennar og gerir nokkrar athugasemdir við það en segir svo í lok-
in: „Ollu er hér vel til skila haldið og fræðilega um fjallað svo sem
vænta mátti af svo traustum fræðimanni sem Lúðvík er. [...]
Prentvillur sá ég nálega engar“ (362).
Þorleifur Friðriksson ver einnig tólf blaðsíðna ritdómi í að
rekja efni viðkomandi rits og gera athugasemdir við það. Eigin-
leika bókarinnar sem sagnfræðirits ræðir hann ekki nema hvað
viðkemur heimildanotkun og tilvísanakerfi (1990, 218-30). Sams