Skírnir - 01.04.1996, Page 125
SKÍRNIR
HVAÐ ER Á SEYÐI í SAGNFRÆÐINNI?
119
konar endursögn efnis er í ritfregn eftir Guðmund Jónsson, en á
fjórum blaðsíðum er aðeins vikið að framsetningu í einni setn-
ingu: „Rannsókn af þessum toga hlýtur alltaf að bjóða upp á
mikla talnasúpu, en traust efnistök og prýðileg myndræn fram-
setning á talnaefninu gerir ritið læsilegt“ (1990, 217).
Svona væri hægt að halda lengi áfram, því að mikill meirihluti
þeirra 115 ritfregna sem ég las var þessu líkur. Spurningar sagn-
fræðinganna eru oftast þær sömu: Er efnið gott? Er unnið í fullu
samræmi við vísindalegar vinnureglur sagnfræðinnar? Sagnfræði-
rit eru eingöngu vegin og metin á vogarskálum heimildanna og
frammistaða sem þessi er talin virðingarverð: „Höfundur leggur
sig í líma við að greina sem sannast og réttast frá staðreyndum,
hefur kannað mikinn fjölda heimilda og m.a. rætt við marga
heimildarmenn, sem þátt tóku í atburðum" Qón Þ. Þór 1993a,
272-73). Auk þessa þykir sérstaklega lofsvert að í texta sé „fátt
um missagnir" (sama heimild, 273). Raunar virðast sumir skil-
greina sagnfræði eingöngu sem söfnun og úrvinnslu heimilda. I
einni ritfregn Jóns Þ. Þór rakst ég á setningu sem segir vafalaust
meira um söguheimspeki hans en heil grein um efnið myndi gera:
„[...] sú hlið bókarinnar, sem að sagnfræðinni snýr, er unnin af
vandvirkni og hvergi neitt missagt“ (1989, 224). Sennilega er þetta
kjarni málsins. Sagnfræði er söfnun og úrvinnsla heimilda sam-
kvæmt bestu vitund og getu. Slík heimildavinna hefur einnig ver-
ið vandlega skilgreind og reglur hennar lærir sérhver stúdent sem
nemur sagnfræði við Háskóla Islands. Sá hluti sagnfræðinnar sem
snýr að framsetningu rannsóknarefnisins rúmast hins vegar
hvergi í skilgreiningu Jóns Þ. Þór á greininni.
Gísli Agúst Gunnlaugsson sá reyndar ástæðu til þess að skil-
greina æskileg vinnubrögð sagnfræðinga í einni af ritfregnum sín-
um. Að mati Gísla á sagnfræðingurinn að kanna heimildir sínar
og beita á þær hefðbundinni heimildarýni. Við úrvinnslu heim-
ilda á hann að greina aðalatriði frá aukaatriðum, velja og hafna,
kryfja fræðileg vandamál og setja fram kenningar og tilgátur.
Sagnfræðingurinn á að skýra rás atburða og framþróun eftir tíma-
röð eða efnisflokkum, auk þess sem hann á að taka afstöðu til
mikilvægustu orsaka og afleiðinga sögunnar sem hann skráir.