Skírnir - 01.04.1996, Page 126
120
BRYNHILDUR INGVARSDÓTTIR
SKÍRNIR
Loks á hann að gæta þess að setja niðurstöður sínar skipulega
fram (286-87). Slíkum fræðiritum hafa þó stundum verið settar
enn þrengri skorður með kröfunni um að höfundur fylgi einni
ákveðinni rannsóknarspurningu og ritið eigi síðan allt að lúta
svarinu við henni.16
Þannig eru leikreglur þeirrar sagnfræði, sem gefur okkur full-
gild sagnfræðirit og þessum reglum verða öll sagnfræðirit, sem
eiga að teljast fræðileg, að fylgja. Sú virðist vera krafa þeirra sagn-
fræðinga sem skrifa í Sögu. Þessar vinnureglur virðast auk þess í
fullu samræmi við kröfuna um hlutlægni sagnfræðingsins, sem
rannsóknarsagnfræðin byggist á. Hreinn Ragnarsson skrifar í
einni af ritfregnum sínum: „Þessu öllu kemur höfundur vel til
skila, að því er virðist í eðlilegum hlutföllum og af fullkominni
óhlutdrœgni“ (1987, 272, leturbreyting hér).
Þó að íslenskir sagnfræðingar séu nokkuð sammála um vinnu-
brögð fræðigreinarinnar, eru ekki allir á einu máli um að þessi
tegund fræðilegrar sagnfræði geti „verið við alþýðuskap" eða
þurfi að vera það. Guðmundur Hálfdanarson hefur látið í ljósi þá
skoðun að slík sagnfræði hljóti oft að vera óaðgengileg almenn-
ingi. Þegar sagnfræðingar reyni hins vegar að skrifa fyrir almenn-
ing geti áhersla á framsetningu bitnað á fræðilegum vinnubrögð-
um. Guðmundur hefur nefnt sögu sveitarfélaga sem dæmi um
þennan hugsanlega árekstur.
Líkt og aðrar tegundir bókmennta hlýtur slík sagnfræði að taka tillit til
lesenda, eða þess markaðar sem hún er framleidd fyrir [...]. Aðferða-
fræði sagnfræðinnar krefst hins vegar ákveðinna vinnubragða, sem oft
falla illa að væntingum kaupenda alþýðlegra rita um sögulegt efni [...].
Reglur um vísindalega framsetningu gera til dæmis ráð fyrir því að hnýs-
inn lesandi geti rakið slóð höfundar og sannreynt allar fullyrðingar hans
með leit í heimildum, auk þess sem upplýsingar um heimildir eiga að
auðvelda öðrum fræðimönnum frekari rannsóknir. [...] Mun alvarlegra
tel ég þó að efnistök háskólasagnfræðinnar stangast oft á við það sem
tíðkast í alþýðlegri sagnaritun. Samkvæmt fræðilegum kokkabókum
skulu sagnfræðingar hafa til leiðsagnar ákveðin vandamál eða fræðikenn-
ingar og fjalla aðeins um það eitt sem snertir viðfangsefnið - um leið og
16 Sjá til dæmis Guðmund Hálfdanarson (1990, 256; 1991, 248).